Frjáls verslun - 01.10.1967, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERZLUN
49
að auglýsing, sem vandað er til og
birtist nokkrum sinnum á skerm-
inum, hafi tilskilin áhrif, því að
ósjálfrátt leiti þeir uppi það, sem
auglýst var. Auglýsendurnir sjálf-
ir eru einnig mjög ánægðir.
Það virðist augljóst af þessum
atriðum, að áhrifamáttur sjón-
varpsauglýsinga er töluverður. Þó
eru flestir sammála um, að kyrr-
myndir hafi takmörkuð áhrif, en
þá er vert að hafa hugfast, að gerð
slíkra auglýsinga er langtum ó-
dýrari en gerð kvikmynda. Því er
auðsætt, að kyrrmynd má sýna
miklu oftar en kvikmynd, án þess,
að heildarkostnaður verði meiri.
Við þetta bætist svo, að allt bend-
ir til, að þulum verði leyft að tala
undir kyrrmyndum innan tíðar og
eykur það væntanlega mjög áhrif
þeirra.
Flestir, ef ekki allir þeir, sem
hafa vandað til auglýsinga í ís-
lenzlta sjónvarpinu, eru sammála
um, að auglýsingakostnaðurinn
hafi skilað sér og vel það. Hins
vegar er aðstaða til gerðar sjón-
varpsauglýsinga enn mjög bág-
borin og sjónvarpið sjálft virðist
ekki hafa sýnt þessum mikilvæga
rekstrarlið nægilega umhyggju.
Engu að síður hlýtur reynslan að
sanna, hér sem annars staðar, að
sjónvarpið er áhrifamesti fjölmið-
illinn á sviði auglýsinga, og þótt
enn miði hægt, er augljóst, að
menn munu skilja þetta til hlítar
á næstu árum og hagnýta sér til
fullnustu.
AUGLÝSINGA-
SÍMI 82300
l=RJAI-S
VIERZLUIM
80 ára rcrnsla í smíði rciknivela
Iryggir gæðin.
Einfaldar i notkum
Ilæg§iætt vcrð.
SKRIFSTOFUÁHÖLD
Skúlagötu 63 — Sími 23188