Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 40

Frjáls verslun - 01.10.1967, Síða 40
4D FR'JÁLS VERZLUNl IÐNAÐUR Könnun ■ fataiðnaðinum Nokkurra erfiðleika hefur gætt í fataiðnaðinum. Innflutningur til- búins fatnaðar hefur aukizt úr rúmum 30 milljónum króna árið 1961 í rúmar 200 milljónir á s. 1. ári. Mörg gamalgróin fyrirtæki hafa hætt framleiðslu í greininni. Nokkur ný hafa verið stofnuð. Ef litið er yfir heildina, hefur fjöldi starfsfólks í fataiðnaðinum ekki minnkað undanfarin ár, þótt ótrú- legt sé. Framleiðendur telja aukningu rekstursfjármagns hafa úrslita- áhrif, bannig að hægt sé að veita kaupmönnum lengri lánsfrest. Hráefnistollar verði lækkaðir og komið sé í veg fyrir undirboð. Bædd er stofnun tízkuráðs, sam- eiginleg auglýsingaherferð, mark- aðsleit erlendis og kaupstefnur. Þetta kemur m. a. fram í ný- legri könnun Félags íslenzkra iðn- rekenda á ástandinu í fataiðnað- inum og viðtali F.V. við Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóra Spörtvers h.f., fyrirtækis, sem vakið hefur athygli fyrir vin- sæla karlmannafataframleiðslu og kröftugan rekstur. KÖNNUNIN var gerð í maí s.l. Spurningalisti var lagður fyrir forstöðumenn 21 fyrirtækis í fata- iðnaðinum innan F.Í.I. Hér er því um að ræða allgott úrtak, og gefa svörin haldgott yfirlit um ástand og horfur í greininni. Þá var óskað eftir ábendingum til styrktar sam- keppnisaðstöðunni. STABFSMANNAFJÖLDI. Slysa- tryggðar vinnuvikur gefa til kynna breytingarnar á starfs- mannafjölda. Frá árinu 1960—’64 varð um stöðuga aukningu að ræða, að undanskildu árinu 1961. Samkvæmt þessu hefur því tala starfsfólks í fataiðnaði hækkað á þessum árum. Þegar könnunin fór fram lágu hins vegar ekki fyrir tölur um ár- ið 1965. Samkvæmt upplýsingum, sem F.V. aflaði hjá Hagstofunni, eru slysatryggðar vinnuvikur á ár- inu 1965 um 49 þúsund. Hér er um lækkun að ræða, eins og gera mátti ráð fyrir vegna aukins sam- dráttar frá og með því ári. Slysatryggðar vinnuvikur 1960—1964: 1960 ......... 42.659 1961 ......... 41.675 1962 ......... 42.314 1963 ......... 48.771 1964 ......... 54.237 INNFLUTNINGURINN var að verulegu leyti gefinn frjáls árið 1960, og mun algjört innflutnings- frelsi hafa komið til framkvæmda á árunum 1964 og 1965. Allt frá því, er innflutningsfrelsið tekur að aukast, stóreykst innflutningur fatnaðar; úr 30.1 millj. króna árið 1961 í 205.9 millj. króna árið 1966. Innflutningur fatnaðar 1961—’66. 1961 . . . . 30,1 millj. kr. 1962 ........ 63,8 — — 1963 ....... 101,0 — — 1964 ....... 139,1 — — 1965 ....... 157,2 — — 1966 ....... 205,9 — — LAUNAHÆKKANIR. Mikil launahækkun hefur orðið á kaup- töxtum kvenfólks í verksmiðju- iðnaði á tímabilinu 1961—1967. Hæsti mánaðarkaupstaxti kven- fólks í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Rvík hefur hækkað á árunum 1961—’67 úr krónum 3.851,00 í kr. 9.137,00 eða um 137%. Auk hækk- „PELL0S" SPÓNAPLÖTUR „N0RLITE" PLASTPLÖTUR ÞILJUR og PLÖTUR ÚR PLASTI. FLESTAR GERÐIR AF ÞILPLÖTUM HRÓBERG s.f. SKEIFAN 3 SÍMAR 30800, 33840

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.