Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 61

Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 61
FRJÁLS VEBZLUN 61 VÍÐS VEGAR AÐ HAFNIR í SAMKEPPNI. Geysi hörð samkeppni er háð milli hafnarborga við Norðursjó og Ermasund, miðstöðva heims- verzlunarinnar í 5 aldir. Um hafn- ir EBE-landanna og Bretlands á þessum slóðum fer t. d. tvöfalt meiri útflutningur en frá allri N.- Ameríku. Skipaumferð er þar í hámarki í heiminum. Bylting hef- ur átt sér stað í heimsverzluninni vegna nýrrar flutningatækni og' hafnargerðar. Varningur, sem áður stóðstekki samkeppni vegna flutningskostn- aðar, er nú fluttur til markað- anna langt að. Framleiðendur eru berskjaldaðri fyrir innflutningi en nokkru sinni fyrr. Alþjóðleg verkaskipting eykst af sömu sök- um. íðnaðarmiðstöðvar. Hafnirnar eru í auknum mæli að verða mið- stöðvar iðnaðar, einkum olíu- og stáliðnaðar. Um hann stendur samkeppnin, auk hvers kyns við- skipta og atvinnu, sem þróast í skjóli hafnanna. Hafnargjöld eru líka ætíð vinsæl í borgarsjóðinn. Forystan. Rotterdam í Hollandi og Antwerpen í Belgíu hafa for- ystu í samkeppninni. í nágrenni Rotterdam hefur bíla- og dráttar- vélaiðnaður siglt í kjölfar stálinn- flutningsins, sem fer um höfnina. Landfræðileg lega tveggja fyrr- nefndra borga er vissulega hag- stæðust, en þær hafa einnig gert mest til að hæna skipaeigendur að. Brezku og frönsku borgirnar nru verst staðsettar og hafa dreg- izt aftur úr. Þá vilja þarlendir kaupsýslumenn kenna yfirvöldun- Um um, hversu halloka þær hafa farið. í sókn. Þýzku hafnarborgirnar, ninkum Bremen og Hamborg hafa náð talsvert góðum árangri miðað við óhagræðið, sem þær hafa af skiptingu Þýzkalands. Með vaxandi viðskiptum aust- urs og vesturs eru framtíðarmögu- leikar þýzku borganna sagðir góð- ir vegna legu þeirra á mörkum þessara viðskiptaheilda. * INNKAUPAFERÐIR ÍSLENDINGA. Hvernig líta íslenzkar konur, á innkaupaferð í Skotlandi, út í aug- um Skotanna sjálfra? Skotarnir eru eflaust heimildin fyrir eftir- farandi klausu úr brezka tímarit- inu „The Shoe & Leather News“ sem, eins og nafniðbendirtil,fjall- ar um framleiðslu og sölu á skóm og öðrum leðurvörum. Klausan er þannig í lauslegri þýðingu, tekin upp úr eintaki frá 7. september s.l. ,sem Frjálsri verzlun barst frá einum velunnara: Skozkar verzlanir hafa orðið að- njótandi gagnlegra viðskipta, sem koma að norðan, einkum frá ís- landi og Færeyjum og öðrumnorð- lægum svæðum. Togarasjómenn koma heim til sín með sögur af því hvernig Skot- ar klæða sig. Konunum líkar vel það sem þær heyra. Þær halda til Skotlands með næstu ferð, á sjó eða í lofti. Þær gera innrásir í verzlanir og' verzla glatt. Verðlagið skiptir þær engu máli. Gæðin eru aðalatriðið. Verzl- unarfólkinu er sönn ánægja að eiga við þær viðskipti, og margar verzlanir hafa komist í ágæt við- skiptasambönd með þessum hætti. Kaupendurnir ganga alveg fram hjá verzlunum í námunda við höfnina en halda heldur inn til miðbæjarverzlananna eða tiltízku- verzlananna. Á sumrin kom þær vikulega en á vetrum fækkar ferðum niður í það að vera mán- aðarlegar. * BÍLAVERKSMIÐJUR Á FALLANDA FÆTI. American Motors Corporation, framleiðandi Rambler-bílanna, stríðir við mikla fjárhagsörðug- leika. Á s.l. 12 mánuðum nam tapið á rekstrinum 60 milljónum dala. Árið 1956 var AMC afar hætt komið þó tapið væri helm- ingi minna en nú. Tap og gróði. Romney (núver- andi ríkisstjóri) tók þá við for- stjórastöðu í fyrirtækinu. Lét hann hefja framleiðslu á nýrri bílagerð, að stærð og verðflokki milli evrópskra og bandarískra bíla. Romney tókst að bjarga fyr- irtækinu af brúninni og salan á nýja Ramblernum var framúr- skarandi góð. En brátt tóku aðrir að framleiða bíla í sama flokki og aftur hallaði undan fæti. Nýr forstjóri, sem skipaður var á áramótum, lét verða sitt fyrsta verk að lækka í verði minnstu gerðina, American. Kaupendur tóku lækkuninni vel og salan jókst, en í heild reyndist hún þó 20% minni en s.l. ár. Þá var gerð tilraun til samkeppni við Ford Mustang með framleiðslu á sport- gerðinni Javelin, sem er töluvert ódýrari bíll. Kelvinator til sölu. Fjárhags- grundvöllinn var reynt að bæta með sölu dótturfyrirtækis AMC, Kelvinator. Enginn kaupandi gaf sig fram. Studebaker -verksmiðjurnar horfðust í augu við sama vanda fyrir þremur árum og neyddust til að hætta bílaframleiðslu og lögðu fjármagn sitt í annað. Sameining. Sumir spá nú að AMC neyðist til sameiningar við stærri bílaframleiðanda. Er sagt að óhugnanlegt tap fyrirtækisins kynni að líta dálaglega út á skatt- skýrslum einhvers keppinautar- ins. -x

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.