Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 14

Frjáls verslun - 01.10.1967, Side 14
14 FRJÁLS VERZLUN málunum verður fyrst og fremst að yfirvinna með eflingu atvinnu- lífsins, bæði þeirra atvinnugreina, sem fyrir eru og með því að taka upp nýjar. Það verður að gera stórfellt átak til þess að styðja og koma á fót nýjum atvinnugrein- um. En þá þarf nýja stefnu, sem er miðuð við að styðja íslenzkt framtak og byggist á því að beita ríkisvaldi og peningastofnunun- um eindregið í þá átt. Einn þýðingarmikill þáttur í þessu sambandi er að láta íslenzk- an iðnað fá jafnrétti við aðrar greinar í uppbótum hvers kyns, meðan þær koma til og í öðrum efnum að búa honum sem sam- bærilegust kjör við erlendan iðn- að. F.V.: Teljið þér rétt, aS íslend- ingar leiti einhvers konar samn- inga eða he'fii undirbúning að samningum við Fríverzlunar- bandalagið eða Efnahagsbanda- lagið á t. d. nœstu tólf mánuð- um? E. J.: EFTA-þjóðirnar vilja nú komast í Efnahagsbandalagið sem fljótast og leysa EFTA upp. Ég vildi sjá, hvað gerðist í þeim mál- um, áður en ákveðið yrði, hvernig og hvenær málefni íslendinga yrðu tekin upp við bandalögin, annað eða bæði. Annars tel ég tolla og við- skiptasamninga við bandalögin, annað eða bæði, svo vandasamt mál, að um allt því viðvíkjandi ætti ætíð að hafa samráð á milli allra stjórnmálaflokka. Það er skoðun mín, að líklegast sé, að við náum hagkvæmum við- skiptasamningum við þessa aðila, þegar gengið hefur verið frá mál- efnum beirra ríkja, sem nú vilja komast í EBE, því að aðstaða okkar er svo ólík þeirra, að far- sælla ætti að vera að fjalla um okkar mál útaf fyrir sig, en ekki allt í einni bendu. Ég hef mikla trú á því, að hag- kvæmir samningar náist, ef okk- ur skortir ekki framsýni og þrek til þess að bíða rétts tíma. F.V.: Teljið þér kosningaúrslit- in í Alþingiskosningunum í sum- ar fe!a í sér fullkomna trausts- yfirlýsingu kjósenda á stefnu Framsóknarflokksins? E. J.: Fylgi Framsóknarflokks- ins í vor mátti heita hið sama og árið 1963, og það þýðir, að stefna flokksins hefur ekki notið meira trausts en nú, síðustu 35 árin; 28% af þjóðinni vottuðu þetta með atkvæðum sínum. Þá bendi ég á, að sífellt birtast yfirlýsingar, semsýna, að okkar dómi, aðstefna flokksins, t. d. í atvinnumálum, á fylgi að fagna langt út fyrir raðir þeirra, sem hafafylgtflokkn- um fram að þessu. F. V.: Gerið þér ráð fyrír, að stefna Framsóknarflokksins kunni að breytast eitthvað vegna kosn- ingaúrslitanna í sumar? É. J.: Framsóknarflokkurinn hef- ur nýlega á flokksþingi ákveðið stefnu sína í höfuðmálum og bar- izt fyrir henni í kosningunum í vor og mun nú vinna að fram- gangi hennar og útfærslu næstu árin. Eysteinn Jónsson á skrifstofu sinni í Þórshamri. F.V.: Fyrir hvaða málum hyggst Framsóknarflokkurinn helzt beita sér á Alþingi í vetur, þegar efnahagsmálin eru undan- skilin? E. J.: Þessu get ég að sjálfsögðu ekki svarað tæmandi, því að það yrði allt of langt mál. En ég nefni nokkur mál, önnur en efnahags-og atvinnumálin: Endurskoðun skóla- kerfisins og auknar skólabygging- ar, heildarskipulag í heilbrigðis- málum, ný átök í vegamálum, sem byggist á því, að til vega renni tekjurnar af umferðinni og lán- tökum til vegagerða; nýja, öfluga jafnvægisstofnun, heildarendur- skcðun húsnæðismála, því að efnahags- og kjaramálin verða ekki leyst farsællega, nema betri tök náist á þeim málum; að ljúka dreifingu raforku frá samveitum; hraða útbreiðslu sjónvarps; vinna að samstarfi allra flokka um und- irbúning nýrrar sóknar í land- helgismálum og verndun uppeld- isstöðva fiskstofnanna; herða á framkvæmdum varðandi lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn; loks nefni ég að taka hluta af gjald- eyriseigninni frá og verja til end- urreisnar og uppbyggingar at- vinnulífsins. Þetta eru nánast dæmi, en alls staðar blasa verk- efnin við. F. V.: Þar sem þér sitjiS í stjórn Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, langar okkur til að spyrja, hver séu aðallega vandamál Sambandsins um þessar mundir? E. J.: Vandamál Sambandsins

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.