Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 10
1D FRJÁLS VERZLUN F.V.: Eru flokksbrœður yðar á Akureyri sama sinnis og þér varðandi skipulagsmál og deilur innan Alþýðubandalagsins? B.J.: Eftir því sem ég bezt veit eru þeir það með sárfáum undan- tekningum. F.V.: Þá langar okkur til að víkja að verzlun og verðlagsmál- um. Eru einhverjir þeir þœttir verzlunar á íslandi, sem þér telj- ið eðlilegt, að verði þjóðnýttir, aðrir en t. d. verzlun með benzín og olíur? B.J.: Stefna okkar Alþýðu- bandalagsmanna að ríkiseinkasölu á benzíni og olíum er alkunn. Ég álít einnig, að tímabært væri að íhuga rækilega, hvort ekki væri B ÚJlSjlJLjlOllÐ HVlLIÐ MEÐAN ÞÉR VINNIÐ SAVO-stóll er vandaðor stóll. BÚSLJÓIIÐI HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ nOATÚN — SÍMI 18520 hagkvæmt að þjóðnýta bifreiða- innflutning og einnig alla lyfja- verzlun. F.V.: Hvort teljið þér, að um framför eða afturíör hafi verið að rœða innan verzlunarinnar áund- anfömum árum? B.J.: Hvort tveggja, vildi ég álíta, því sjálfsagt telja flestir það til framfara út af fyrir sig, að hér hefur risið upp fjöldi glæsilega bú- inna verzlunarstórhýsa á síðustu árum og að vöruval hefur aukizt í kjölfar óhefts innflutningsfrelsis. Hitter umdeildara, hvort yfirbygg- ingin í verzluninni er ekki orðin okkur ofviða, þegar slembilukka góðæranna og alveg einstæðra verzlunarkjara hefur snúið við okkur bakinu, og hvort öll hin geysilega fjárfesting í verzlun- inni og binding síaukins mannafla í milliliðastarfseminni er þjóð- inni hagstæð. Ég álít óhikað, að verulegur hluti verzlunarfjárfest- ingarinnar hefði verið betur kom- inn í fullkomnum tækjum í undir- stöðuatvinnuvegunum og að mann- aflaaukningin í verzlun og við- skiptum, samhliða fækkun vinn- andi manna t. d. í fiskveiðum og fiskiðnaði, verði ekki flokkuð undir framfarir. F.V.: Teljið þér álagningu á nauðsynjavörum hafa verið of háa undanfarin ár? B.J.: Nauðsynjavara er teygjan- legt hugtak. Ég held þó, að fjöld- inn allur af þeim vörum, svo sem fatnaði, kvenskóm, leir- og gler- vörum, ávöxtum o. s. frv., sem álagning hafði verið gefin frjáls á um og eftir 1961, verði að teljast til nauðsynja og að álagning hafi verið orðin óeðlilega há á frjálsu vörunum, enda hafði hún hækkað gífurlega, hvort sem miðað er við 1958 eða 1960. Lækkun álagningar frjálsu varanna í þá sömu og í gildi var 1958 tel ég því að hafi verið eðlileg og sanngjörn ráðstöf- un. Þær verðlagsákvarðanir, sem settar voru að gengisfellingunni afstaðinni, lögðu verzluninni að sjálfsögðu verulegar byrðar á herðar, en ómótmælanlegt er þó, að dreifingarkostnaður hennar er enn verulega hærri en annars staðar á Norðurlöndum, t. d. í Nor- egi °S Svíþjóð, og m. a. á þeim vörum ýmsum, sem verzlunin hér kvartar sárt yfir, að álagning sé of lág á. Ástæðan er ekki of hátt kaupgjald, heldur vafalaust of- þensla hvað mannafla og fjárfest- ingu snertir. Þess vegna er álagn- ing hér enn of há og á að geta lækkað með betra skipulagi. F.V.: Hver eru helztu markmiS yðar í störfum innan verðlags- nefndarinnar? B. J.: Eins og alkunnugt er féllst ríkisstjórnin á að endurskipu- leggja verðlagsnefndina að ósk verkalýðshreyfingarinnar á þann veg, að í stað þingkjörinnar nefnd- ar með stjórnskipuðum formanni kæmi 9 manna nefnd með 4 full- trúum launþegasamtakanna, 2full- trúum kaupsýslunnar, 2 fulltrúum vinnuveitenda og oddamanni skip- uðum af ráðherra. Krafa verka- lýðshreyfingarinnar var sprottin af þeirri einróma skoðun forustu- manna A.S.Í. og B.S.R.B., að laun- þegar ættu ríkra hagsmuna að gæta varðandi verðlagsákvarðan- ir og verðlagseftirlit, sem að þeirra áliti er sérstaklega brýn nauðsyn á, á þeim miklu verðbreytingatím- um, sem óhjákvæmilega sigla í kjölfar stórfelldrar gengisfellingar og afnáms verðstöðvunarlaga, sem í ýmsum tilvikum voru á takmörk- uðu raunsæi byggð. Ég tel það hlutverk mitt og annarra fulltrúa launafólks í verð- lagsnefndinni að gæta þeirra hags- muna þess, sem jafnframt eru beinir hagsmunir atvinnuveganna og þjóðarinnar allrar, að verðlag, að svo miklu leyti, sem varðlags- nefnd hefur það í hendi sinni, fari ekki frekar úr skorðum en óhjá- kvæmilegt er miðað við aðstæður, að bilið milli verðlags og launa breikki sem minnst og að þannig auðveldist að ná því marki, að það verði brúað með kjarasamn- ingum, sem feli í sér ákvæði um tengingu verðlags og launa, endur- heimt ákvæða um verðbætur á laun, en það er nú höfuðkrafa verkalýðshreyfingarinnar í launa- málum, enda hljóta allir kjara- samningar að verða pappirsgögn ein, nái hún ekki fram að ganga. F.V. Við hvað er átt að yðar dómi, þegar talað er um „hcefi- lega álagningu" af hálfu laun- þegasamtaka?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.