Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 14

Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 14
1-4 FRJALS VERZLUN UTAN AF LANDSBYGGÐINNI VALBJÖRK hf. opnaði nýja húsgagnaverzlun í Geislagötu 28 á Akureyri í nóvember sl., í nýju og glæsilegu húsnæði. Er skammt stórra högga á milli hjá þessu fyrirtæki norðanmanna, því að fyrir um ári opnaði það verzlun fyrir framleiðslu sína í Reykjavík. Auk þessarar nýju verzlunar tók fyrirtækið í notkun nýtt húsnæði á tveimur hæðum og er neðri hæðin um 600 fermetrar en hin efri um 400 fer- metrar. Kostuðu þessar framkvæmdir um 9—10 milljónir kr. Valbjarkarhúsgögnin hafa hlotið við- urkenningu og njóta vaxandi vinsælda, og er þau m. a. að finna í Loftleiðahótelinu. Eigendur Valbjarkar eru Jóhann Ingimarsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri, Torfi Leósson, framleiðslustjóri og Benjamín Jósefsson, sölumað- ur, en verzluninni í Reykjavík veitir Erla Gunnars- dóttir forstöðu. NE)URSUÐUVERKSMIÐJA REIST í GRUNDARFIRÐI Frá Grundarfirði berast þær fregnir, að nú sé verið að koma þar á laggirnar niðursuðuverksmiðju, sem sjóða á niður lifur og fleiri sjávarafurðir, m. a. krækling. Nokkrir útgerðarmenn og fleiri eru eig- endur þessarar verksmiðju, en framkvæmdastjóri er Jóhannes Arason. í samvinnu við norska aðila hefur framleiðslu þessarar verksmiðju verið tryggð- ur markaður víða um lönd. Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. var mestan tíma ársins lokað, og eru fjárhagsörðugleikar þess sagðir miklir. Miklar skuldir hafa hlaðizt upp hjá því, m. a. vegna vinnulauna og hráefnis, og er ekki séð fyrir endann á því, hvernig úr kann að rætast. Á hinn bóginn hefur Fiskverkunarstöð Soffanías- ar Ceeílssonar tekið á móti fiski í allt sumar og allt til þessa, en það hefur mjög háð starfsemi stöðvar- innar, að þar er ekki aðstaða til vinnslu á beinuni og lifur. FJÁRHAGSÁÆTLUN AKUREYRAR Fj árhagsáætlun Akureyrar hefur verið lögð fram. Er í henni gert ráð fyrir að niðurstöðutölur á rekstraráætlun verði rúmar 113.4 milljónir króna. Er það 13.4% hærra en í fyrra. Mun hækkunin að mestu renna til aukinna rekstursútgjalda, en gert er ráð fyrir að því sem næst sömu upphæð verði varið til eignabreytinga og í fyrra, eða 15 millj. kr. í tekjuáætlun er ekki gert ráð fyrir auknum tekj- um frá fyrra ári nema í útsvörum, sem áætluð eru 17% hærri. SÍS-VERKSMIÐJUR Á AKUREYRI SELJA TIL RÚSSLANDS í desember voru undirritaðir samningar milli tveggja SÍS-verksmiðjanna á Akureyri — Gefjun- ar og Heklu annars vegar og Sovétmanna hins veg- ar um sölu á peysum og teppum fyrir rúmar 35 milljónir króna. Er þessi samningur í framhaldi af fyrri samningum sömu aðila. Tryggir samningur þessi verksmiðjunni mikil verkefni á næstunni, og hefur gengisfellingin bætt samkeppnisaðstöðu verksmiðjunnar varðandi út- flutning. En fjárhagsvandræði verksmiðjanna á innanlandsmarkaði eru þó enn óbreytt hvað snert- ir sölu á innanlandsmarkaði, sem er að sjálfsögðu stór hluti framleiðslunnar. 3 TOGSKIP AFLA HRÁEFNIS FYRIR SIGLUFJÖRÐ Tunnuverksmiðjan á Siglufirði tók til starfa skömmu upp úr áramótum, og starfa þar nú 40—45 manns. Að minnsta kosti þrjú togskip verða gerð út frá Siglufirði til að afla frystihúsinu þar hráefn- is, og eru það bv. Hafliði, skuttogarinn Siglfirðing- ur og vb. Fanney. Eru skip þessi öll mönnuð Sigl- firðingum. Þá benda og líkur til þess, að vb. Hring- ur verði gerður út á línuveiðar. Ráðgert er, að niðurlagningarverksmiðjan taki til starfa að nýju einhvern tíma í þessum mánuði og veiti mörgum atvinnu, og ætti þá atvinnuleysinu, sem sagt hefur til sín á Siglufirði í vetur, að vera bægt frá að mestu. 28 LÓÐUM ÚTHLUTAÐ Á AKUREYRI Nýlega úthlutaði Akureyrarbær 28 lóðum sam- kvæmt umsóknum, sem borizt höfðu fyrir tilskil- inn tíma. Hefur þá alls verið úthlutað 50 bygging- arlóðum fyrir einbýlishús á þessu ári, en af þeim mun þó fimm lóðum verða skilað aftur. Lætur nú nærri að hægt sé að fullnægja lóðaeftirspurn á Akureyri. FRYSTIHÚS í GRENIVÍK TILBÚIÐ Undanfarið hefur frystihús verið 1 smíðum í Grenivík og er smíði þess nú að mestu lokið. Má heita að aðeins sé beðið eftir því að róðrar hefjist, svo að það geti hafið starfrækslu sína. Gerðir hafa verið út tveir 14 tonna bátar frá Grenivík, en nýlega festu fjórir ungir menn þar nyrðra kaup á 35 tonna bát, og bætist hann í flot- ann innan skamms. „GÓÐUR ER SOPINN" Áfengisneyzla á mann jókst um 2.6% á s.l. ári miðað við 1966, og nam sala Áfengis- og tóbaks- verzlunarinnar samtals um 543 millj. króna. Var neyzlan á mann 2.38 miðað við 100% áfengi, en var fyrir fimm árum 1.93 lítrar. Er hér aðeins átt við sölu Áfengis- og tóbaksverzl- unar ríkisins, og myndi smásala á vínveitingahús- um að sjálfsögðu, — væri hún talin með, — hækka þá upphæð mikið, er menn borga fyrir áfengi.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.