Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.02.1968, Qupperneq 21
FRJÁLS VERZLUN 21 um. í Finnlandi eru lög um lokun- artíma sölubúð'a nú í endurskoð- un. Er gert ráð fyrir því í frum- varpi að hinum nýju lögum, að verzlanir megi að jafnaði vera opnar til kl. 8 á kvöldin. En einn dag í viku megi vera opið til kl. 9 e. h. og á laugardögum til kl. 5 e. h. Norsku lögin um lokunar- tíma sölubúða heimila bæjarfélög- um að ákvarða lokunartímann, á sama hátt og íslenzku lögin gera. í 70% af bæjarfélögunum í Nor- egi er lokað kl. 6 á daginn, en í 10% þeirra er leyfilegt að hafa opið til kl. 9 á kvöldin. Síðustu árin hafa öll mikilvæg- ustu lög á hinum Norðurlöndun- um, sem varða hagsmuni neyt- enda, verið endurskoðuð. Það hafa verið sett í lögin ákvæði til að tryggja betur en áður hagsmuni neytenda. Þetta á t. d. við um lög til varnar gegn óréttmætum verzl- unarháttum, kaupalög, lög um af- borgunarverzlun, lög um lokunar- tíma sölubúða, lög um ferðaskrif- stofur o. fl. Norðurlandaráð hefur beitt sér fyrir því, að löggjöf um neytendamál á Norðurlöndum öil- um um þessi efni væru samræmd. Hefur 1 því skyni starfað sérstök nefnd, Nordisk Komité for Kon- sumentspörgsmál, það er norræn nefnd um neytendamálefni, sem ísland hefur átt aðild að. Fulltrú- ar íslands í nefnd þessari eru: Þór- ir Einarsson, viðskiptafræðingur, Björgvin Guðmundsson, viðskipta- fræðingur og Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Á vegum þessarar nefndar hefur m. a. verið unnið að því undanfarin ár að athuga neytendafræðslu í skólum á Norð- urlöndunum. En talið er mjög mikilvægt, að skólarnir veiti sem mesta fræðslu, er komið geti neyt- andanum að haldi við vöruval. Er þessari athugun nú að ljúka, en ísland hefur tekið þátt í henni. Mun innan skamms koma út ítar- leg skýrsla um neytendafræðslu í skólum á Norðurlöndunum öllum, þar á meðal hér á landi, en á grundvelli þeirrar skýrslu verður unnt að gera tillögu um framtíðar- Islenzk lög um neytenda- vernd. Þau íslenzk lög, sem veita neyt- skipan neytendafræðslu í skólum. Norræna samstarfið á sviði neyt- endamála hefur náð til vörumerk- inga. Á öllum hinum Norðurlönd- unum hefur nú verið komið á fót sérstökum stofnunum eða nefnd- um til þess að sinna vörumerk- ingarmálum. Ákveðið hefur verið að koma á fót norrænum sam- vinnunefndum fyrir vörumerk- ingar í ákveðnum vörugreinum. Undirbýr fsland nú þátttöku í því samstarfi. endum mesta vernd, eru lög um varnir gegn óréttmætum verzlun- arháttum, kaupalögin og lög um verðlagseftirlit. Lögin um varnir gegn óréttmætum verzlunarhátt- um eru frá árinu 1933. Eru þau mjög svipuð lögum á hinum Norð- urlöndunum um sama efni. í þess- um lögum segir, að óheimilt sé hverjum þeim, sem selur vöru eða hefur hana á boðstólum, að gela út villandi upplýsingar um vöruna til að hafa áhrif á eftirspurn henn- ar eða sölu. Um allar auglýsingar, hvort sem þær eru birtar í blöð- um, tímaritum, útvarpi eða annars staðar, skuli þess gætt, að þær séu látlaust orðaðar, lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar, en segi það eitt, sem satt er og rétt i öllum greinum. Sérstaklega er bannað í lögum þessum að setja villandi upplýsingar um vöruna sjálfa, umbúðir hennar eða auð- kennismiða á auglýsingaspjöld, reikninga, vöruskrár eða önnur verzlunarskjöl. Villandi teljast auð- kenni, sem gefa rangar hugmynd- ir um framleiðslustað vörunnar, um tegund hennar, tilbúning, efni, samsetningu, gerð, eiginleika, áhrif eða verðlag. Einnig teljast villandi auðkenni, sem komið geta kaupanda til að halda það, að all- ur sá mismunandi varningur, sem í verzlun er á boðstólum, stafi frá sama framleiðslustað eða sé bú- inn til á sama stað, þótt þessu sé ekki svo varið nema að sumu leyti. Þá teljast einnig samkvæmt lög- um þessum villandi þau auðkenni, sem segja ósatt um það, að varon hafi hlotið viðurkenningu á sýn- ingu eða hafi verið reynd af opin- berum yfirvöldum eða notið með- mæla þeirra eða njóti eða hafi notið einkaleyfisverndar. Kaupalögin, það er lögumlausa- fjárkaup, eru frá árinu 1922. Þar eru m. a. ákvæði um galla á seld- um hlutum. í þeim lögum segir GMúfílf Nú er bara að vita, hvort þetta lieyrir undir neytendasamtökin eða fuglaverndunarfélagið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.