Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 35

Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 35
FRJÁLS VERZLUN 35 30 þúsund króna verðiaun í nýstárlegrí hugmyndasamkeppni Eins og íram kom í síðasta tölublaði Frjálsrar verzlunar, hefur verið efnt til all nýstárlegrar hugmyndasam- keppni fyrir ungt fólk á aldrinum 17—27 ára. Markmið samkeppninnar er að vekja ungt fólk til umhugsunar og virkrar athugunar á því, hvernig auka megi fjöl- breytni í atvinnuvegum þjóðarinnar. Frjálsri verzlun hefur verið falin umsjón og framkvœmd samkeppninn- ar, en sérstök dómnefnd mun úrskurða, hver hljóta skuli þau 30 þúsund króna verðlaun, sem heitið hefur verið fyrir beztu hugmyndina. Rétt er að vekja athygli á því, að hér er ekki um rit- gerðarsamkeppni að rœða í venjulegum skilningi, held- ur verður meira lagt upp úr, að hugmyndin sé góð, og einnig að hún sé sett fram á ákveðnum grundvelli, sem nánar er skilgreindur í keppnisreglunum, er birtust í janúarblaði Frjálsrar verzlunar. Hugmyndin er aðalatriðið, en ekki ritgerðin Notið þetta glæsilega tækifæri Rétt er að hvetja allt ungt og hugsandi fólk til þátttöku í hugmyndasamkeppni þessari og setjast sem fyrst nið- ur og íhuga hvaða framleiðslu- eða þjónustustofnanir gœtu nú helzt orðið þjóðarbúinu að gagni, og hvernig helzt mœtti auka fjölbreytni atvinnugreina þjóðarinnar. Ritgerðum í hugmyndasamkeppnina átti að skila til Frjálsrar verzlunar fyrir 31. marz, en dómnefnd hefur nú ákveðið að veita frekari frest, til 30. apríl nœstkom- andi. Ritstjórnarskrifstofur Frjálsrar verzlunar eru að Óðinsgötu 4, 3. hœð, og er ritgerðunum veitt móttaka þar, og einnig veittar nánari upplýsingar og leiðbein- ingar um framkvœmd keppninnar. Skilafrestur er til 30. apríl 1968

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.