Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 42
42
FRJÁLS VERZLUN
»w«UiitKr're «« tt«
Jcotcx «K1K» »tiul»
*UCM«M»H • 00 »tl»
AUGLÝSINGAR
AUGLÝSINGAR
Þegar erlendum blöðum er flett,
kemur strax í ljós, að áfengis- og
tóbaksauglýsingar eru stór hluti
af auglýsingamagni blaðanna.
Tóbaksauglýsingar þekkjast nú
orðið í íslenzkum blöðum, og ollu
þær miklu fjaðrafoki fyrst í stað.
Blöðin sögðust þá ekki hafa efni
á að hafna tóbaksauglýsingunum,
enda skiluðu þær drjúgri upphæð
í þyrsta kassa þeirra, og er svo
enn.
En hvað með áfengisauglýsing-
ar í íslenzkum blöðum?
— O —
Áfengisauglýsingar eru bannao-
ar með lögum á íslandi. í áfengis-
lögunum nr. 64, 7. maí 1928, segir
í 15. gr.: Áfengisauglýsingar eru
bannaðar. Og í 35. gr. sömu laga
segir: Brot gegn 15. gr. varða 100
kr. sektum fyrir hverja birtingu
auglýsingar. í áfengislögunum,
sem nú gilda, en þau eru nr. 58,
24. apríl 1954, segir í 16. gr. 5.
kafla, en hann fjallar um meðferð
áfengis í landinu: Áfengisauglýs-
ingar eru bannaðar.
í Hæstaréttardómum frá 1963
er einn dómur kveðinn upp vegna
brots á þessu auglýsingabanni.
í einu blaða borgarinnar birtist
mynd af vínbar eins veitingahúss-
ins, þar sem sáust birgðir vín-
fanga og veitingaþjónn að fylla
vínglas. Til hliðar við myndina
var orðið drekkið. Yfir myndinni
var heiti veitingahússins, og undir
henni stóð: Skemmtið ykkur í .. .,
auk talsímanúmera fyrirtækisins.
Dómur Sakadóms Reykjavíkur
var á þá lund, að ákærðu, ritstjóri
blaðsins og framkvæmdastj óri veit-
ingahússins, voru sýknaðir, en í
Hæstarétti var ritstjcrinn sýknað-
ur, en framkvæmdastjóranumgert
að greiða 300 króna sekt, auk þess
2000,00 kr. í saksóknarlaun fyrir
Þannig kynna vínframleiðendur vörur sínar í erlendum blöðum og
tímaritum. — Vínauglýsingar eru bannaðar á íslandi lögum samkvæmt.
Hæstarétti og sem hálf laun verj-
andans.
— O —
Hagur íslenzkra dagblaða er
ekki sagður of góður þessa dag-
ana. Fyrir skömmu tók ríkið upp
greiðslur til blaðanna fyrir áður
ókeypis veitta þjónustu, og hug-
myndin um ríkisstyrk til handa
dagblöðunum hefur mjög verið
rædd að undanförnu. Hefur Al-
þýðuflokkurinn t. d. tekið ríkis-
styrk til dagblaðanna upp á stefnu-
skrá sína.
íslenzk blöð myndu því vart
hafa efni á að hafna áfengisaug-
lýsingum, ef þær yrðu leyfðar,
frekar en tóbaksauglýsingunum.
— O —
Flest áfengisfirmu verja á-
kveðnu fjármagni til að auglýsa
sína framleiðslu í hverju landi.
Er þá venjulega auglýsingamagn-
ið miðað við söluna í viðkomandi
landi nema um ný merki sé að
ræða. Þá er mikið kapp lagt á
auglýsingar til að vinna nýja
BLACK & WHITE
&Pt CIAt Bl-ÍHD Of
BUCHANANS
CH0ICE OLD SCOTCH WHlSM
DISTIULERS
GLA$OOW*LONDOf4
pRODUCT O F SCOTLAND