Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 42
42 FRJÁLS VERZLUN »w«UiitKr're «« tt« Jcotcx «K1K» »tiul» *UCM«M»H • 00 »tl» AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR Þegar erlendum blöðum er flett, kemur strax í ljós, að áfengis- og tóbaksauglýsingar eru stór hluti af auglýsingamagni blaðanna. Tóbaksauglýsingar þekkjast nú orðið í íslenzkum blöðum, og ollu þær miklu fjaðrafoki fyrst í stað. Blöðin sögðust þá ekki hafa efni á að hafna tóbaksauglýsingunum, enda skiluðu þær drjúgri upphæð í þyrsta kassa þeirra, og er svo enn. En hvað með áfengisauglýsing- ar í íslenzkum blöðum? — O — Áfengisauglýsingar eru bannao- ar með lögum á íslandi. í áfengis- lögunum nr. 64, 7. maí 1928, segir í 15. gr.: Áfengisauglýsingar eru bannaðar. Og í 35. gr. sömu laga segir: Brot gegn 15. gr. varða 100 kr. sektum fyrir hverja birtingu auglýsingar. í áfengislögunum, sem nú gilda, en þau eru nr. 58, 24. apríl 1954, segir í 16. gr. 5. kafla, en hann fjallar um meðferð áfengis í landinu: Áfengisauglýs- ingar eru bannaðar. í Hæstaréttardómum frá 1963 er einn dómur kveðinn upp vegna brots á þessu auglýsingabanni. í einu blaða borgarinnar birtist mynd af vínbar eins veitingahúss- ins, þar sem sáust birgðir vín- fanga og veitingaþjónn að fylla vínglas. Til hliðar við myndina var orðið drekkið. Yfir myndinni var heiti veitingahússins, og undir henni stóð: Skemmtið ykkur í .. ., auk talsímanúmera fyrirtækisins. Dómur Sakadóms Reykjavíkur var á þá lund, að ákærðu, ritstjóri blaðsins og framkvæmdastj óri veit- ingahússins, voru sýknaðir, en í Hæstarétti var ritstjcrinn sýknað- ur, en framkvæmdastjóranumgert að greiða 300 króna sekt, auk þess 2000,00 kr. í saksóknarlaun fyrir Þannig kynna vínframleiðendur vörur sínar í erlendum blöðum og tímaritum. — Vínauglýsingar eru bannaðar á íslandi lögum samkvæmt. Hæstarétti og sem hálf laun verj- andans. — O — Hagur íslenzkra dagblaða er ekki sagður of góður þessa dag- ana. Fyrir skömmu tók ríkið upp greiðslur til blaðanna fyrir áður ókeypis veitta þjónustu, og hug- myndin um ríkisstyrk til handa dagblöðunum hefur mjög verið rædd að undanförnu. Hefur Al- þýðuflokkurinn t. d. tekið ríkis- styrk til dagblaðanna upp á stefnu- skrá sína. íslenzk blöð myndu því vart hafa efni á að hafna áfengisaug- lýsingum, ef þær yrðu leyfðar, frekar en tóbaksauglýsingunum. — O — Flest áfengisfirmu verja á- kveðnu fjármagni til að auglýsa sína framleiðslu í hverju landi. Er þá venjulega auglýsingamagn- ið miðað við söluna í viðkomandi landi nema um ný merki sé að ræða. Þá er mikið kapp lagt á auglýsingar til að vinna nýja BLACK & WHITE &Pt CIAt Bl-ÍHD Of BUCHANANS CH0ICE OLD SCOTCH WHlSM DISTIULERS GLA$OOW*LONDOf4 pRODUCT O F SCOTLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.