Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 49

Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 49
FRJÁLS VERZLUN 49 Hér hefur ekki verið getið um fjölþættan þjónustuiðnað, sem m. a. annast margvíslega þjónustu fyrir fiskiskipaflotann, s. s. vélsmiðjur, rafmagnsverkstæði o. fl. Ljóst er þó, eins og nefnt var í upphafi þessa kafla, að iðnaður er fábrotinn í þessum landshluta. Það gefur hins vegar auga leið, að mikil- vægt er að auka á fjölbreytni at- vinnulífsins á Vestfjörðum. Fiskveið- ar og fiskiðnaður fullnægir aldrei landsbyggðinni. Þetta skilja íbúar Vestfjarða, og Isfirðingar hafa nú riðið á vaðið og skipað nefnd í þeim tilgangi að kanna stöðu Vestfjarða i þessu tilliti og leggja drög að nýjum atvinnugreinum. VERZLUN. Það er á ýmsan hátt erfitt að fást við verzlun á Vestfjörðum. Valda því einkum hinar erfiðu samgöngur. •— Samgöngur eru að visu sæmilegar að sumrinu, og vöruflutningar eru þá tíðir. Aðflutningar eru þá auðveldir á landi, og ganga nú stórar vöru- flutningabifreiðir milli Reykjavíkur og Vestfjarða, meðan færð leyfir. Þegar vetur gengur í garð, breytir snöggt um til hins verra. Vöruflutn- ingar, sem eru þá mestmegnis með sldpum, verða seinlegri, og ferðum fækkar. Verzlunarfyrirtæki neyðast til að liggja með langtum meiri vöru- birgðir af þeim sökum. Þetta eykur mjög vaxtakostnað fyrirtækjanna og gerir stóraukið rekstursfé nauðsyn- legt í birgðir. Til viðbótar verður að leggja út stórar fjárhæðir vegna flutnings á vörum frá innflutnings- höfn til sölustaðar. Eykur það enn fjármagnsþörfina. Þessum flutnings- kostnaði má bæta við vöruverð, en óheimilt er að bæta verzlunarálagn- ingu ofan á hann. Leiðir það af sér, að vextir og aðstöðugjald af þessum hluta veltunnar rýra tekjur af verzl- uninni tilsvarandi. Er þetta því til- finnanlegra sem aðstöðugjaldið er víðast hvar 2% til 4 sinnum hærra í hundraðshlutum en á höfuðborgar- svæðinu. Yfirleitt háttar svo til í Vestfjarða- þorpunum, að þar starfar eitt kaup- félag og einstaklingsverzlun að auki. Verzlunarviðskipti við umliggjandi sveitir eru þá einkum í höndum kaupfélagsins, en í þorpunum sjálf- um gætir meiri samkeppni, og ráð- ast. viðskipti þar fremur af vörugæð- um og góðri þjónustu. Á ísafirði hef- ur risið nokkur verzlunarmiðstöð, enda er staðurinn miðdepill í ýmsu tilliti. Er vegir opnast á vorin, sækir staðinn fjöldi fólks víðs vegar að í verzlunarerindum, enda er vöruúr- val þar mest á Vestfjörðum. Undanfarin ár hafa tekjur fólks verið miklar á Vestfjörðum, og hef- ur verzlunin notið þess. Kaupfélögin eru 9 á Vestfjörðum, og eru þau flest stofnuð upp úr fyrri heimsstyrjöld- inni. Fyrir þremur árum var i fyrsta sinn kosin samstarfsnefnd vestfirzku kaupfélaganna, og er þessari nefnd aetlað að auka á rekstrarhagkvæmni kaupfélaganna, þar sem samvinna fær orkað slíku. Verzlanir vestra hafa aðallega pant- að vörur sínar í gegnum heildverzlan- ir í Reykjavík. Eitt innflutningsfyrir- tæki fyrirfinnst þó á Vestfjörðum, Sandfell hf. á ísafirði, sem flytur að- allega inn veiðarfæri og ýmsar rekst- ursvörur útvegsins. Sandfell hf. hefur einnig flutt inn nokkrar matvöruteg- undir undanfarið. Þá hafa kaupfélög- in og stærstu verzlanirnar flutt inn vörur milliliðalaust og fá þá einnig heildarverziunarálagninguna. Annars er slíkur innflutningur mjög erfiður. Liggur það einkum í því, hve verzlun- areiningarnar eru litlar, svo og hinu, að það skipafélag, sem annast mikinn hluta af flutningum til landsins, við- urkennir aðeins eina höfn á Vest- fjörðum, ísafjörð, sem aðflutnings- höfn erlendis frá, án aukakostnaðar, og þó því aðeins, að vörurnar séu teknar um borð i fyrirfram ákveðin skip í tilteknum höfnum erlendis. Hægt mun þó að ná sérstökum samn- ingum fyrirfram, ef um stórar vöru- sendingar er að ræða. Þó má ætla, að með bættum samgöngum muni Vest- firðingar í ríkara mæli taka innflut.n- inginn í sínar hendur. Miklar vonir eru bundnar við hin nýju skip Skipa- útgerðar rikisins, og ætla menn, að tilkoma þeirra muni draga mjög úr aðflutningserfiðleikum Vestfirðinga og þar með bæta hag verzlunarinnar. MENNTAMÁL. Menntaaðstöðu Vestfirðinga verður að skoða frá tveimur hliðum, annars vegar ber að líta á aðstöðu íbúa Isa- fjarðar, kauptúnanna og nánasta um- hverfis og hins vegar menntaaðstöðu íbúa fjarlægari byggðarlaga. Nýlegar barnaskólabyggingar standa nú í flestum fjörðum, fyrsti barnaskólinn reistur á ísafirði árið 1874. Þegar barnaskólastiginu sleppir, verður hins vegar færra um fína drætti í skóla- málum Vestfirðinga. Eini beini gagn- fræðaskólinn á Vestfjörðum er á Isa- firði og hefur starfað þar frá árinu 1906. Raunar hefur nú verið sam- þykkt að stofnsetja gagnfræðaskóla á Patreksfirði, en framkvæmdir eru engar hafnar. Tveir héraðsskólar, að Núpi í Dýrafirði og að Reykjanesi við Isafjarðardjúp, hafa gegnt því hlut- verki að veita öðrum unglingum Vest- fjarða gagnfræðamenntun, og má nærri geta, að færri hafa notið en efni stóðu til.. I sveitunum hafa skóla- málin verið í frekari ólestri. Skóla- ganga er þar mismunandi. Barna- skólanám hefst i þéttbýlinu við 7 ára aldur, en mun síðar í sumum sveitum. Vegna aðstæðna í sumum skóiahverf- um sveitanna vill skólagangan verða nokkuð slitrótt, sums staðar sækia nemendur skóla viku í senn og dvelja svo heima hina vikuna. Annars staðar þekkist það, að kennt er frá þvi S september og til jóla, síðan ekki fyrr en undir vor. Sjálfsagt ber nemend- um að læra á heimavígstöðvunum, en slíkt nám vill oft fara í handaskolum. Gagnfræðamenntun býðst þessum unglingum einungis í héraðsskólunum

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.