Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 52

Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 52
52 FRJALS VERZLUN reksfjarðar. Árið 1960 flutti Flugfé- lag Islands 2718 farþega til Isafjarð- ar, en frá ísafiröi 2960. Árið 1967 nam tala farþega til Isafjarðar 7439, en frá Isafirði 7653. Hvað snertir Pat- reksfjörð eru hliðstæðar tölur 266 til og 299 frá árið 1960, en árið 1967 2151 til Patreksfjarðar og 2294 frá staðnum. Vöruflutningar í lofti hafa einnig aukizt til muna, þótt slíkir flutningar séu dýrir. Árið 1960 flutti Flugfélag Islands um 100 tonn til Isa- fjarðar, en árið 1967 um 300 tonn til Isafjarðar og tæp 100 tonn til Patreks- fjarðar. Flugþjónustan heldur einnig uppi áætlunarflugi til Þingeyrar og önundarfjarðar. Samkvæmt Vest- fjaröaáætluninni er ráðgert að veita 7,9 milljónum króna til Patreksfjarð- arflugvallar og 27,2 milljónum til Isa- fjarðarflugvallar. Fyrir rúmum 3 árum kom lítil sjúkraflugvéi til Isafjarðar. Flugvél þessi var í eigu Guðbjörns Charlis- sonar. Reksturinn gekk erfiðlega, en Vestfirðingar sáu, hvílíka nauðsyn bar til þess, að slík vél hefði aðsetur á Vestfjörðum, og sameinuðust 30 hreppsfélög um rekstur hennar, og stofnuðu Vestanflug h.f. Vélin hnjask- aðist nokkuð í sumar leið, og er enn eigi ljóst, hver framtíð hennar verð- ur, en talið er fyrirsjáanlegt, að rekstri sjúkraflugvélar á Vestfjörð- um verði ekki haldið áfram, nema til komi aðstoð hins opinbera á móti framlögum sveitarfélaganna. Nú eru 14 merktir sjúkraflugvellir á Vestfjörðum, og unnt er að lenda mun víðar, þannig að staðsetning lít- illar flugvélar á Vestfjörðum eykur mjög á samgönguöryggi. Samgöngur á sjó eru alls ófullnægj- andi. Skipaútgerð ríkisins er eini að- ilinn, sem annast sjóflutninga að ein- hverju marki, en skortir bæði skipa- kost og fjármagn. Hringferðir skipa Skipaútgerðar ríkisins eru á 10 daga fresti eða svo, þegar bezt lætur. Nú er sem kunnugt er verið að bæta nýj- um skipum við kost Skipaútgerðar- innar, og vænta Vestfirðingar full- komnari samgangna á sjó, þegar það er orðið. Djúpbáturinn Fagranes ann- ast alla flutninga um Isafjarðardjúp, og fer hann reglulegar ferðir tvisvar í viku. Vill það oft verða fremur seinlegur flutningsmáti, kaupstaða- ferð tekur þannig hálfa viku. Einnig heldur báturinn uppi ferðum til kaup- túnanna í V.-lsafjarðarsýslu yfir vetrarmánuðina, eftir að fjallvegir lokast. Vestfjarðaáætlunin svonefnda er byggðaráætlun, sem gerð var af norskum og íslenzkum sérfræðingum og ætlað það hlutverk að bæta hag íbúanna og stöðva brottflutning úr þeim landshluta. Sérfræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu, að meg- instefnan í byggðamálum Vestfirð- inga hlyti að vera að efla þar byggða- kjarna, sem gætu boðið upp á tiltölu- lega fjölbreytta þjónustu og myndað grundvöll að fjölbreyttara atvinnu- lifi. Þeir byggðakjarnar, sem um get- ur verið að ræða, eru Isafjörður annars vegar og Patreksfjörður hins vegar. Fyrsti hluti hinnar almennu áætlunar um Vestfirði var samgöngu- málaáætlun, sem kom til fram- kvæmda í ársbyrjun 1965 og mun standa til ársins 1969. Fjár til að framkvæma hana var aflað með láni frá Viðreisnarsjóði Evrópu í Strass- borg. Áætlun þessi er í raun réttri hvergi til á einum stað og illmögulegt að meta framkvæmdir einstakra ára. En tölur þær, sem við birtum hér, voru áætlaðar upphæðir til einstakra kostnaðarliða, og verður ekki um það sagt á þessu stigi málsins, hvort þeir standast eða ekki. Gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir alls 202,5 milljónir króna, þar af áttu 91,1 milljón að fara til vega- gerðar, 38,6 til flugvallagerðar og 72,8 milljónir til hafnargerðar. Nánari sundurliðun er þessi: Vegir: Vestfjarðavegur sunnan Þing- mannaheiðar 17,6. Vegur frá Patreksfirði til Flugvall- ar 1,0. Bíidudalsvegur 6,6. Vestfjarðavegur um Gemlufjalls- heiði 4,5. Djúpvegur að Ísafjarðarflugvelli4,9. Bolungarvíkurvegur 10,6. Súgandafjarðarvegur 6,6. Jarðgöng í Breiðdalsheiði 16,4. Vestfjarðavegur um Breiðdalsheiði 13,1. Flateyrarvegurinn 6,6. Öfyrirséður kostnaður 8,1. Flugmál: Patreksfjarðarflugvöllur 7,9. Isafjarðarflugvöllur 27,2. Annað 0,3. Ófyrirséður kostnaður 3,2. Hafnir: Patreksfjörður 12,6. Tálknafjörður 0,7. Bíldudalur 11,0. Þingeyri 11,5. Flateyri 7,0. Suðureyri 5,0. Bolungarvík 9,1. Isafjörður 10,6. Súðavík 0.6. Ófyrirsjáanlegur kostnaður 4,7. Sem fyrr segir sýna töflur þessar fyrirfram áætlaðan kostnað við ein- stakar framkvæmdir. Víða miðar framkvæmdum vel, og er ráðgert að Ijúka þessum hluta Vestfjarðaáætiun- arinnar árið 1969. Þá taka væntan- lega við aðrir þættir hennar, þólt ennþá bóli ekki á áþreifanlegum hug- myndum urn það, hvert næsta skref muni verða. En það var einróma álit allra viðmælenda blaðsins, að sam- gönguáætlun hefði hleypt nýju lífi i Vestfirðinga og sannað þeim, að áframhaldandi búseta á Vestfjörðum væri þó álitin einhvers virði. 1

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.