Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 62

Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 62
62 FRJÁLS VERZLUN Kennarar gera sér far um að fylgjast sem bezt með sérhverjum nem- anda. gjarna heyra frá verzlunarmönn- um, hvað þeir segðu um þessa hugmynd. En þetta er nú bara dá- lítið sem ég hef verið að hugsa um, það þarf töluverðan undir- búning undir svona starfsemi, og svo auðvitað mikla peninga. En mér finnst það dálítið einkennilegt að við höfum aldrei fengið nógu marga nemendur í enskar bréfa- skriftir til þess að setja upp deild. Enginn vafi er þó á að slík kennsla er nauðsynleg.“ „Hvað er dagurinn langur hjá ykkur?“ „Hann er oft nokkuð langur. Þú verður að hafa í huga að þetta er skóli sem fólk stundar svo til ein- göngu í frístundum sínum. Og iri- stundirnar eru oftast nær ekki margar nema á kvöldin. Það eru þó hjá okkur margar húsmæður, sem losna fyrr á daginn svo að við höfum kennslu frá kl. 2 til kl. 23. Vinsælustu tímarnir eru frá kl. 19 til kl. 23. Margir nemenda okkar hyggja á frekara nám er- lendis og þar sem við erum í góð- um samböndum við skólayfirvöiri víða, tökum við að okkur bréfa- skriftir fyrir þetta fólk og hjálp- um því við að skipuieggja og und- irbúa námið.“ „Áttu þér einhvern framtíðar- draum í sambandi við þennan skóla?“ „Já, ekki get ég neitað því. Eg vildi geta byggt nýjan skóla frá grunni í nýja miðbænum. Það ætti ekki bara að vera málaskóli, við hann ættu að vera fleiri deild- ir, og hann ætti að vera búinn full- komnustu kennslutækjum sem völ er á í dag, m. a. segulbandsdeild. Ég lét á sínum tíma útbúa eiria kennslustofuna hérna með það í huga að nota hana sem segul- bandsdeild, en af ýmsum ástæðum höfum við ekki talið rétt að stofna slíka deild enn. „Og þú ert ánægður?" „Ég vildi að vísu hafa getað gert miklu meira, en ég er samt ánægð- ur með að hafa fengið tækifæri til að vinna upp skólann styrkja- laust. Þetta er vinna, hörkuvinna, en það gerir ekki svo mikið t.il þegar maður hefur ánægju af henni.“ J. P. ELDHIJSIIVNRÉTTINGAR eru landsþekkt gæðavara og hafa alla þá kosti sem þarf í nýtízkuleg og fullkomin eldhús. — AÐEIIVS IJRVALS EFIXII NOTLÐ FAST AÐEIINIS I: HUSGAGNAVINNUSTOFU JÓNS PÉTURSSONAR, SKEIFUNNI 7 - SÍMI 31113

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.