Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 66

Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 66
66 FRJÁLS VERZLUN LYF — LÆKNINGAR HJARTAFLUTNINGAR Jafnframt því, sem allir fagna þessum miklu, lœknis- frœðilegu afrekum, hafa vaknað vissar siðferðilegar spurningar. Nú síðustu vikur hafa orðið tímamót í læknavísindunum, sem gefa mönnum betri von um, að í framtíðinni verði unnt að bjarga lífi margra, sem þjást af sjúkdóm- um, sem hingað til hafa verið ólæknandi og hrjá þúsundir raanna, ekki sízt í hinum efna- meiri löndum, þar sem lífsskilyrði eru annars hin ákjósanlegustu. Hjartaflutningur milli manna hef- ur verið reyndur nokkrum sinn- um að undanförnu og vakið heims- athygli, þó að árangurinn hafi ver- ið misgóður. Fyrsti maðurinn, sem skipt var um hjarta í, Louis Wash- kansky í Höfðaborg í Suður- Afríku, lifði átján daga eftir upp- skurðinn, en lézt þá úr lungna- bólgu. Tveir sjúklingar, sem geng- ust undir sams konar uppskurð, létust nokkrum klukkustundum eftir að aðgerðin var framkvæmd. Einn maður lifir enn eftir að hafa fengið nýtt hjarta, en það er Philip Blaiberg, tannlæknir í Suður-Afriku. Það hafa líka verið gerðar margs konar aðrar hjartaaðgerðir upp á síðkastið, sem teljast mega til nýjunga. í Bretlandi hafa læknar sett hjartaloku úr svíni í mann, og í ísrael hefur loka úr kálfshjarta verið sett í stað skemmdrar hjarta- loku í manni. í Montreal var sjúklingi haldið lifandi um skeið með tilbúinni hjartadælu, meðan hann var að hressast við eftir hjartauppskurð. Þessi breyttu viðhorf að undan- förnu í heimi læknavísindanna hafa, eins ogv ið má búast, sætt talsverðri gagnrýni. Kanadískur skurðlæknir segir, að hjartaflutn- ingur sé aðeins á tilraunastigi og að læknar, sem hann fram- kvæmdu, hafi gerzt sekir um að auglýsa þessar tilraunir sínar um of og þar með gefið fjölda hjarta- sjúklinga falsvonir. Þýzkur lækn- ir segir, að það sé glæpur, aðsjúkl- ingar hljóti læknismeðferð, sem ekki sé fullreynd. Flutningur líffæra milli manna er ekki nýr af nálinni. Það eru þrettán ár síðan nýra var í fyrsta skipti grætt í mann. Síðan hafa slíkar aðgerðir verið framkvæmd- ar um 1500 sinnum með góðum árangri, og hefur helmingur sjúkl- inganna lifað í tvö ár eða lengur eftir uppskurðinn. Lifur var fyrst flutt milli manna árið 1963, og hefur líf sjúkling- anna lengst vegna slíks uppskurð- ar í fimm tilvikum af tuttugu, sem vitað er um. Á mörgum öðrum sviðum hef- ur flutningur líffæra milli manna farið fram. En af öilu þessu hljóta að vakna ýmsar spurningar. Eftirspurnin eftir líffærum er meiri en fram- boðið, og menn spyrja nú: „Hver á að ákveða, hverjum skuli bjarg- að?“, og „Hvenær er maðurinn raunverulega dáinn?“ Þetta eru þýðingarmikil atriði, þegar þess er gætt, að hjarta verður að flytja á milli manna á fyrsta hálftíman- um eftir að það hættir að koma gefandanum að gagni. í Suður-Afríku t. d. er læknin- um sjálfum falið að skera úr um það, hvenær sjúklingurinn sé lát- inn. En með nýtízku hjálpartækj- um er hægt að halda við lífi í manni, þó að hann sé kannski í flestum skilningi dáinn. Gunnar Björck, prófessor og yf- irlæknir við karolinska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi, hefur ritað grein- ar um þetta efni og segir meðal annars í World Medical Journal: „Klerkar og lögfræðingar hafa sagt, að dauðinn sé aðeins læknis- fræðileg spurning. Ég get ekki fallizt á þetta sjónarmið. Dauð- inn er ekkert sjálfur í eðli sínu, heldur aðeins endalok lífs. í flest- um tilvikum er dauðinn hægfara þróun, eins og lífslokin. Það erutil mörg lífsstig, sem sum veita meiri tækifæri en önnur. Á móti hverju lífsstigi kemur svo sams konar stig tilveruleysis, sem er dauðinn. Þar af leiðandi getum við talað um félagslegan dauða, þegar tak- markanir, einvera eða einangrun koma í stað frjálsræðis, hreyfing- ar og sambands við umheiminn. Þá er annars vegar andlegur dauði, þegar hugvit og minni verða að víkja fyrir skilningsleysi og minnisleysi. Þá verður líka að gera greinarmun á því, þegar eðli- leg lífsstarfsemi hættir, og hins vegar, þegar ekki er unnt að við- halda lífinu, þrátt fyrir tilraunir í þá átt með nútíma lækninga- tækjum, og frumur og vefir deyja. Slík skilgreining mun sýna fram á, að dauðinn sem slíkur er ekki aðeins læknisfræðileg spurning. Þvert á móti er skýringin á hug- takinu „dauði“ heimspekilegs eðl- is og trúarlegs; er meðal annars undir því komin, hvort menn trúa á tilveru sálarinnar hvort sem hún er eilíf eða ekki, hvort hún er einstaklingsbundin eða hluti af heimssálinni og sé af einhverju mikilvægi í augum aðstandenda hins látna, sem enn er rjóður og heitur vegna blóðrásarinnar, sem knúin er fram með vélarafli — eða þá í annan stað kaldur og gjörsamlega sneyddur öllu lífs- marki, eins og smurningur Lenins í grafhýsinu á Rauðatorgi. Áður en nútímatækni breytti öllum að- stæðumí læknisfræðinni, voruvið- horfin til þeirra mála, sem hér hefur verið drepið á, allt önnur og einfaldari. Til skamms tíma hefur fólk sett dauðann í samband við stöðvun hjartastarfseminnar fremur enlok heilastarfseminnar, sem verður innan 15 mínútna eftir að blóð- rásin stöðvast. Þó getur engum dulizt, að með

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.