Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.02.1968, Qupperneq 66
66 FRJÁLS VERZLUN LYF — LÆKNINGAR HJARTAFLUTNINGAR Jafnframt því, sem allir fagna þessum miklu, lœknis- frœðilegu afrekum, hafa vaknað vissar siðferðilegar spurningar. Nú síðustu vikur hafa orðið tímamót í læknavísindunum, sem gefa mönnum betri von um, að í framtíðinni verði unnt að bjarga lífi margra, sem þjást af sjúkdóm- um, sem hingað til hafa verið ólæknandi og hrjá þúsundir raanna, ekki sízt í hinum efna- meiri löndum, þar sem lífsskilyrði eru annars hin ákjósanlegustu. Hjartaflutningur milli manna hef- ur verið reyndur nokkrum sinn- um að undanförnu og vakið heims- athygli, þó að árangurinn hafi ver- ið misgóður. Fyrsti maðurinn, sem skipt var um hjarta í, Louis Wash- kansky í Höfðaborg í Suður- Afríku, lifði átján daga eftir upp- skurðinn, en lézt þá úr lungna- bólgu. Tveir sjúklingar, sem geng- ust undir sams konar uppskurð, létust nokkrum klukkustundum eftir að aðgerðin var framkvæmd. Einn maður lifir enn eftir að hafa fengið nýtt hjarta, en það er Philip Blaiberg, tannlæknir í Suður-Afriku. Það hafa líka verið gerðar margs konar aðrar hjartaaðgerðir upp á síðkastið, sem teljast mega til nýjunga. í Bretlandi hafa læknar sett hjartaloku úr svíni í mann, og í ísrael hefur loka úr kálfshjarta verið sett í stað skemmdrar hjarta- loku í manni. í Montreal var sjúklingi haldið lifandi um skeið með tilbúinni hjartadælu, meðan hann var að hressast við eftir hjartauppskurð. Þessi breyttu viðhorf að undan- förnu í heimi læknavísindanna hafa, eins ogv ið má búast, sætt talsverðri gagnrýni. Kanadískur skurðlæknir segir, að hjartaflutn- ingur sé aðeins á tilraunastigi og að læknar, sem hann fram- kvæmdu, hafi gerzt sekir um að auglýsa þessar tilraunir sínar um of og þar með gefið fjölda hjarta- sjúklinga falsvonir. Þýzkur lækn- ir segir, að það sé glæpur, aðsjúkl- ingar hljóti læknismeðferð, sem ekki sé fullreynd. Flutningur líffæra milli manna er ekki nýr af nálinni. Það eru þrettán ár síðan nýra var í fyrsta skipti grætt í mann. Síðan hafa slíkar aðgerðir verið framkvæmd- ar um 1500 sinnum með góðum árangri, og hefur helmingur sjúkl- inganna lifað í tvö ár eða lengur eftir uppskurðinn. Lifur var fyrst flutt milli manna árið 1963, og hefur líf sjúkling- anna lengst vegna slíks uppskurð- ar í fimm tilvikum af tuttugu, sem vitað er um. Á mörgum öðrum sviðum hef- ur flutningur líffæra milli manna farið fram. En af öilu þessu hljóta að vakna ýmsar spurningar. Eftirspurnin eftir líffærum er meiri en fram- boðið, og menn spyrja nú: „Hver á að ákveða, hverjum skuli bjarg- að?“, og „Hvenær er maðurinn raunverulega dáinn?“ Þetta eru þýðingarmikil atriði, þegar þess er gætt, að hjarta verður að flytja á milli manna á fyrsta hálftíman- um eftir að það hættir að koma gefandanum að gagni. í Suður-Afríku t. d. er læknin- um sjálfum falið að skera úr um það, hvenær sjúklingurinn sé lát- inn. En með nýtízku hjálpartækj- um er hægt að halda við lífi í manni, þó að hann sé kannski í flestum skilningi dáinn. Gunnar Björck, prófessor og yf- irlæknir við karolinska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi, hefur ritað grein- ar um þetta efni og segir meðal annars í World Medical Journal: „Klerkar og lögfræðingar hafa sagt, að dauðinn sé aðeins læknis- fræðileg spurning. Ég get ekki fallizt á þetta sjónarmið. Dauð- inn er ekkert sjálfur í eðli sínu, heldur aðeins endalok lífs. í flest- um tilvikum er dauðinn hægfara þróun, eins og lífslokin. Það erutil mörg lífsstig, sem sum veita meiri tækifæri en önnur. Á móti hverju lífsstigi kemur svo sams konar stig tilveruleysis, sem er dauðinn. Þar af leiðandi getum við talað um félagslegan dauða, þegar tak- markanir, einvera eða einangrun koma í stað frjálsræðis, hreyfing- ar og sambands við umheiminn. Þá er annars vegar andlegur dauði, þegar hugvit og minni verða að víkja fyrir skilningsleysi og minnisleysi. Þá verður líka að gera greinarmun á því, þegar eðli- leg lífsstarfsemi hættir, og hins vegar, þegar ekki er unnt að við- halda lífinu, þrátt fyrir tilraunir í þá átt með nútíma lækninga- tækjum, og frumur og vefir deyja. Slík skilgreining mun sýna fram á, að dauðinn sem slíkur er ekki aðeins læknisfræðileg spurning. Þvert á móti er skýringin á hug- takinu „dauði“ heimspekilegs eðl- is og trúarlegs; er meðal annars undir því komin, hvort menn trúa á tilveru sálarinnar hvort sem hún er eilíf eða ekki, hvort hún er einstaklingsbundin eða hluti af heimssálinni og sé af einhverju mikilvægi í augum aðstandenda hins látna, sem enn er rjóður og heitur vegna blóðrásarinnar, sem knúin er fram með vélarafli — eða þá í annan stað kaldur og gjörsamlega sneyddur öllu lífs- marki, eins og smurningur Lenins í grafhýsinu á Rauðatorgi. Áður en nútímatækni breytti öllum að- stæðumí læknisfræðinni, voruvið- horfin til þeirra mála, sem hér hefur verið drepið á, allt önnur og einfaldari. Til skamms tíma hefur fólk sett dauðann í samband við stöðvun hjartastarfseminnar fremur enlok heilastarfseminnar, sem verður innan 15 mínútna eftir að blóð- rásin stöðvast. Þó getur engum dulizt, að með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.