Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 70

Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 70
FRJÁLS VERZLUN va FRÁ RITSTJÓRN ALVARLEGT ÁSTAND ATVINNUVEGANNA. Tilgangur gengislækkunarinnar var að rétta hag útflutningsatvinnuveganna, og varð rikið einnig að leggja fram fé til styrktar. Var því fé haldið í lágmarki, og dugði það ekki til að standa undir kostnaði í þessum atvinnugrein- um. Jafnframt því, sem gengislækkunin bætti hag útflutningsatvinnuveganna, þá varð innflutn- ingsverzlunin fyrir stórfelldu tjóni, m. a. vegna hæklcunar á erlendum vörukaupaslculdum og hækkunar reksturskostnaðar. Á sama tíma og verzlunin þurfti að taka á sig þetta áfall voru settar á hana óraunliæfar álagningarreglur, sem nægðu hvergi nærri til þess að standa undir eðlilegum verzlunarkostnaði. Iðnaðurinn hefur orðið að keppa við frjálsan innflutning við erfiðar aðstæður, og eru honum ekki búin þau skilyrði, sem eðlileg mega teljast. Þar sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir áfalli, sem leiddi af sér 9% minnkun þjóðartekna á mann, er hagur atvinnufyrirtækja bágborinn. Vaknar þá sú spurning, hvort samningar um kauphækkun hafi ekki lítil áhrif á afkomu laun- þega. Svo mun rétt vera, því afkoma einstakl- ingsins fer fyrst og fremst eftir ytri möguleik- um fyrirtækja til þess að starfa á eðlilegan hátt og veita þeim, sem við þau starfa, hagstæð kjör. Hvor vísitöluuppbótin, sem samið var um eftir verkföllin á dögunum, hrindir af stað nýrri verðbólguskriðu er óvíst, en gengislækk- unin nær ekki tilgangi sínum, ef framleiðslu- kostnaður og þar með launakostnaður fylgir í kjölfarið. Það tjón, sem verkfallið hefur skapað þjóð- inni, er mikið og á erfiðum tímum. Atvinnulífið verður að byggjast á skipulagðri uppbyggingu og þrótti þeirra, sem við það fást. Það verður að skapa þeim möguleika til þess að reka atvinnufyrirtækin og þá um leið að tryggja launþegum aultna vinnu. Augljóst er, að vísitöluuppbæturnar eru at- vinnuvegunum um megn, því að þeir geta ekki bætt á sig auknum byrðum. Var því samkomu- lag gert í trausti þess, að stjórnvöldum takist að skapa þeim viðunandi starfsgrundvöll og launþegum næga og örugga atvinnu. FORSETAKJÖR. Mörgum þyldr yfirlýsing Kristjáns Eldjárns imi að hann gefi kost á sér til forsetakjörs hafa komið furðu snemma, en henni fylgdi sams konar yfirlýsing af hálfu Gunnars Thor- oddsen, þótt hún hafi ekki átt að birtast fyrr en um páska. Framboðsfresturinn er ekki útrunninn fyrr en að kvöldi hins 25. maí, og kjördagur er ákveðinn 30. júní. Því er ekki nema eðlilegt, að kjósendur velti þvi fyrir sér, hvað nú taki við, — hvort kosningabarátta þessara tveggja frambjóðenda sé þar með hafin fyrir alvöru og eigi að standa sleitulaust næstu þrjá mánuði. Það er líka ástæða til að hugleiða, hvort gei-a megi ráð fyrir því sem sjálfsögðum lilut, að fleiri menn bjóði sig elcki fram. Það er senni- legast, en liggur þó ekki endanlega ljóst fyrir fyrr en 26. maí, þegar framboðsfresturinn er útrunninn. Með þetta í huga væri það ósann- gjarnt, að í útvarpi og sjónvarpi hæfist fyrir þann tíma einvígi hinna tveggja frambjóðenda. Um beinan stuðning opinberra málgagna stjórnmálaflokkanna við frambjóðendur verð- ur tæpast að ræða í þessum kosningum. Þeir þurfa því líklega að treysta á eigin útgáfustarf- semi og stuðningsmanna sinna og fundahöld, sem hvort tveggja kostar stórfé. En almenning í landinu fýsir ekki að fram fari löng og hörð kosningabarátta fyrir forsetakjörið, sem hlýtur að einkennast meir af persónulegum ýfingum og mannjöfnuði en aðrar almennar kosningar á Islandi. Þess skal lika minnzt, að í þann mund er framboðsfresturinn rennur út til forseta- kjörs hefst hægri umferð á Islandi, og vegna þeirrar breytingar er nú rekin ein mesta áróð- ursherferð, sem um getur hérlendis, og er það þjóðarnauðsyn, að vel takist. Það væru því mik- il mistök, ef nú ætti að heyja samtímis kosn- ingabaráttu, sem vel má bíða, og upplýsinga- og fræðslustarfsemi, sem á brýnt erindi til allra næstu vikur. Frambjóðendumir Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn munu vitan- lega undirbúa jarðveginn fyrir kjör sitt, en sjálfum sér og öðrum geta þeir það bezt gert að hefja kosningabaráttuna ekki opinberlega fyrr en eftir 26. maí, þegar framboðsfrestur er liðinn.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.