Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 13

Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 13
fslendingar erlendis Að öllu athuguðu má gizka á, að um 12— 15 þúsund manns fæddir á (slandi séu nú búsettir í útlöndum. Þar af eru um fjögur þúsund í Bandaríkjunum, hátt á þriðja þús- und í Danmörku og annað eins í Svíþjóð, um eitt þúsund í Noregi og um eitt þúsund í Kanada. Brottflutningur fólks hefur verið mikill til Norðurlandanna allra síð- ustu ár og hefur til dæmis tala (s- lendinga í Svíþjóð meira en tvö- faldast á þremur árum, 1974/77. 1 Svíþjóð búa einkum alíslenzkar fjölskyldur og eru börn innan 15 ára aldurs 31% af mannfjölda með lög- heimili í Svíþjóð samkvæmt þjóð- skrá 1. desember 1977. ( Noregi og einkum þó Danmörku eru ein- hleypingar fleiri og blandaðar fjöl- skyldur að þjóðerni. Á Bretlandi fjölgar (slendingum ekki, en þar búa miklu fleiri konur en karlar og í blönduðum fjölskyldum. ( Þýzka- landi og Kanada eru einkum blandaðar fjölskyldur (slendinga og þarlends fólks. ( Bandaríkjunum eru konur miklu fleiri en karlar og mjög mikið um, að þær séu giftar bandaríkjamönnum, og eru þá börn þeirra, þau sem eru fædd í hjóna- bandi, bandarískir borgarar, eins þótt þau hafi fæðst hér heima. Rúmlega 300 konur með lögheimili ytra samkvæmt þjóðskrá eru skráðar sem giftar varnarliðs- manni, hvað sem síðar hefur orðið, og 300— 400 aðrar eru skráðar sem giftar öðrum bandaríkjamönnum (sumir þeirra hafa verið varnarliðs- menn við hjúskaparstofnun). fslenzku starfsliði í útlöndum á vegum íslenzkra fyrirtækja hefur fjölgað á undanförnum árum. Eink- um er hér um að ræða fólk í þjón- ustu Flugleiða. Tala íslenzkra starfsmanna Flugleiða á eftirtöld- um stöðum var sem hér segir í árs- lok 1977: New York 28, Kaup- mannahöfn 16, Lúxemborg 8, London 5, Osló 4, Frankfurt 4, Glasgow 3, Stokkhólmur 3, Diiss- eldorf 2, Hamborg 1, alls 74. Á sama tíma voru íslenzkir starfs- menn Cargolux í Lúxemborg um 100 talsins. N MARGFALDUR SIGURVEGARI! SIMCA 1508 er bíllinn sem farið hefur sigurför allt frá því að hann var kjörinn bíll ársins 1976 og varð fyrstur í næturrallinu í okt. 1977. Þetta er bíllinn sem vandlátir bifreiðakaupendur vilja eignast. Fimm dyra framhjóladrifinn fjölskyldubill. ö %ökull hf. Ármúla 36 - 84366 Sölumenn Chrysler-sal 83330/83454. / 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.