Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 44

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 44
í skipasmíðastöfi í Le Havre Það var tiltölulega gott hljóð í mönnum hjá skipasmíðastöðinni Ateliers et Chantiers du Havre í Le Havre, þegar við komum þangað í heimsókn skömmu fyrir hádegið næstsíðasta daginn í Frakklands- heimsókn okkar. Það ríkti þar nokkur hátíðarbragur því að síðar um daginn átti að leggja úr höfn nýtt ferjuskip, ro/ro, sem smíðað var til flutninga yfir Ermarsundið, milli Poole í Bretlandi, skammt frá Southampton, til Le Havre, Frakk- landsmegin. Stöðin hefur áður smíðað sams konar skip fyrir út- gerðarfélagið, sem heitir Truck- line. Um borð er aðstaða annars vegar á tveim þilförum fyrir stóra vöruflutningabíla, sem eru í ferð- um milli Bretlandseyja og suðlæg- ari landa, og hins vegar fyrir um 100 nýja bíla á neðra þilfari, sem fluttir eru frá verksmiðjum í báðar áttir. Árið 1967 var þremur skipa- smíðastöðvum steypt saman í eitt fyrirtæki, sem nú heitir því langa nafni „Société des Ateliers et Chantiers Rénuis du Havre et de La Rochelle-Pallice“. Stöðvarnar, sem fyrirtækið starfrækir eru þrjár, tvær í Le Havre og sú þriðja í Rochelle-Pallice við Atlantshaf. Stöðvarnar tvær í Le Havre skipta með sér verkum og eru skips- skrokkarnir fluttir frá annarri stöð- inni til hinnar til lokafrágangs. ( Le Havre starfa 1250 hjá fyrirtækinu og sami fjöldi í Rochelle-Pallice. Skipasmíðastöðin í Le Havre, sem við heimsóttum, smíðar skip af millistærö, allt að 150 metra löng og 24 metra breið. Hún hefur m.a. hannað og byggt lítið gas- flutningaskip, sem síðar hefur orðið fyrirmynd að öðrum miklu stærri. Stöðin hefur smíðað rann- sóknarskip, farþegaferju fyrir Norðmenn, sem nefnist „Peter Wessel" og er í förum milli Larvik og Fredrikshavn. Hún tekur 1600 farþega og 275 bíla. Flutningaskip hefur verið byggt fyrir Finna, sér- (tæknidelld stöðvarinnar. Öll mál af einstökum stykkjum, sem notuð eru í skipsskrokkana, eru sett á tölvu, sem síðan teiknar þau inn á stálplötur þannig að mesta mögulega nýting verði á efninu. hannað til flutninga á brenni- steinssýru. Þessi stöð er líka sú eina í Frakklandi, sem hefur sér- hæft sig í smíði á skipi til lagningar sæstrengja. Afkoma skipasmíöastöðva í Frakklandi hefur verið erfiö að undanförnu. Hjá þeim í Le Havre kom það sér mjög vel í ársbyrjun að fá endurbyggingu á skipi, sem nálgaðist að vera nýsmíði. Ateliers et Chantiers du Havre er eina skipasmíðastöðin í Frakklandi, sem ekki hefur stytt vinnutíma hjá sérað undanförnu. Afgreiðslutími hjá stöðinni er nú 16—17 mánuðir fyrir roll-on/roll— off-skip en 22—24 mánuðir fyrir farþega- og bílaferjur. Á bygging- artíma eru yfirleitt greidd 20% af andvirði skips en 80% eru lánuð fyrir milligöngu franskra banka til 7— 8 ára. Hin nýja Ermasundsferja, sem flytja mun vöruflutningabíla milll Poole í Englandi og Le Havre, tllbúln tll afhendingar vlð hafnarbakka í Le Havre. 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.