Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.06.1978, Qupperneq 48
Næstir á eftir Bandaríkjnnum í framleiðslu fjarskiptatækja Franskar ratsjár, að- flugstæki fyrir flug- velli og tækjabúnaður í sjónvarpsstöðvar í notkun víða um lönd Það á sér stað um þessar mundir enduruppbygging í franska rafeindaiðnaðinum. Sem stendureru Frakkarfimmtu mestu framleiðendur rafmagns- og raf- eindatækja í heiminum. Um þriðj- ungur allrar veltu í þessari iðn- grein kemur frá útflutningi. Frakkar eru mjög framarlega í framleiðslu og útflutningi á há- spennukerfum. Þeir eru aðrir í röðinni ef litið er sérstaklega á rafeindatæki og þriðju í röðinni hvað snertir útflutning á raf- magnstækjum til heimilisnota. Frönsk rafdreifikerfi eru í notkun um alla veröld og vilja talsmenn franska rafmagnsiðnaðarins þá sérstaklega nefna búnað fyrir kjarnorkuver í Bandaríkjunum, háspennukerfi í Kanada, talsíma- kerfi í Marokkó og blindlendingar- kerfi fyrir um 100 alþjóðlega flug- velli. Réne de Clermont-Tonnerre, forstöðumaður útflutningsdeildar í samtökum rafmagns- og rafeinda- iðnaðarins, skýrði okkur svo frá, að framleiðendur í samtökunum væru um 1500 talsins, eöa 95— 98% af öllum frönskum fyrirtækj- um, sem starfa á þessu sviði. Til að fá inngöngu þurfa fyrirtæki að stunda eiginlega framleiðslu í Frakklandi og nægir ekki að ann- ast sölu einvöröungu. Erlend fyrir- tæki eru alláberandi á þessu sviði í Frakklandi, eins og t.d. Siemens, Philiþs, ITT og IBM og er erlent fjármagn til að stofna og reka al- þjóðleg fyrirtæki í Frakklandi ekki háð takmörkunum. Þvert á móti er mikil áherzla lögð á að fá slíka starfsemi inn í landið og þá ekki sízt á svæði, þar sem atvinnu- möguleikar eru fábreyttir og rýrir, eins og t.d. í Bretagne og á Kor- síku. Fjórði stærsti aðilinn á heims- markaði Árið 1977 var heildarvelta allra fyrirtækjanna í samtökum raf- magns- og rafeindaiðnaðarins 75 milljarðar franka eða 11 % hærri en árið áður. Þar af nam útflutningur 27 milljörðum eða um 37%. Aðeins í bílaiönaðinum er útflutnings- verðmæti hærra en hjá rafmagns- og rafeindaiðnaðinum. Er það um 40% af heildarveltu. Frönsk fyrirtæki á þessu sviði eru nú orðin fjórði stærsti aðilinn á heimsmarkaðnum, á eftir banda- rískum, jaþönskum og þýzkum, en á undan brezkum. Komust Frakkar upp fyrir Breta í fyrsta skipti í fyrra. Hvað viðkemur sölu á ratsjám og tækjabúnaði fyrir flugvelli, fjar- skiptatækjum og útbúnaði fyrir sjónvarpsstöðvar eru Frakkar nú næstir á eftir Bandaríkjamönnum á heimsmarkaðnum og á' undan Þjóðverjum. Frönsku fyrirtækin leggja aðal- áherzlu á framleiðslu slíks tækja- búnaðar til hagnýtra nota í sam- göngum eða hjá þjónustustofnun- um. Framleiðsla þeirra á smærri tækjum til heimilisnota, eins og sjónvarpstækjum, er ekki eins mikilvæg og á því sviði er sam- keppnin við erlenda framleiðendur hörð í Frakklandi. Það vekur þó athygli, að Japanir hafa ekki náð þeirri fótfestu fyrir vörur sínar af þessu tagi í Frakklandi sem víða annars staðar. Þeir hafa verið í 6. sæti og markaðshlutdeild þeirra er um 10% eða lægri en víða annars staðar. En Japanir eru í þann veg að sækja fram á Frakklandsmark- aði og eru að kaupa upp fyrirtæki í rafeindaiðnaðinum. Þannig hefur Sony komizt nýlega yfir mikið dreifingarfyrirtæki franskt og hefur yfir því franskan forstjóra. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.