Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 49

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 49
Heilladrjúg samkeppni „Þessi samkeppni, sem viö höf- um fundið fyrir frá Japönum hing- að til, hefur reynzt frönsku fyrir- tækjunum heilladrjúg. Þau hafa reynt að laga sig að aðstæðunum, verja innanlandsmarkaðinn og flytja meira út", sagði de Clermont-Tonnerre, talsmaður samtaka rafmagns- og rafeinda- iðnaðarins. „Ástandið væri enn verra nú, ef við heföum ekki fengið þennan forsmekk af japanskri samkeppni. Tölvuframleiðsla í Frakklandi er einkanlega í höndum IBM og C.l.l.-Honeywell, sem er franskt-- amerískt. Þessi tvö fyrirtæki fram- leiða tölvur af stærstu gerð, en nokkur minni fyrirtæki eru í fram- leiðslu á smærri tölvum. Þannig er um LOGABAX, sem selur smá- tölvur víða um heim. rafmagnsiðnaðinum standa Frakkar mjög framarlega og vinna að gerð raforkuvera víða um heim. konar útbúnaður til raf- og dreifingar er fram- Margs orkuvinnslu leiddur í Frakklandi og um þessar mundir eiga framfarir sér stað stórstígar nýtingu kjarnorku til raforkufram eiöslu. Miklir samn- ingar hafa verið gerðir við Brasilíu og Frakkar hafa þegar selt kjarn- orkurafstöðvar til landa eins og (ran og S.-Afríku. í þessum iðnaði er byggt á bandarískri tækniþekk- ingu og framleitt samkvæmt leyf- um. Andstaða gegn kjarnorku- væðingu er ekki jafnáberandi í ^Ovak 4=iáiG23Í ~^ 4| TkA’ aak V / « 1 f h ■ W.\ ! ■ , ím fl Frakklandi og t.d. í V.-Þýzkalandi. Tilraunir á vegum hersins Frakkar hafa náð svo langt í raf- eindaiönaðinum af því að þeir hafa getað gert margvíslegar tilraunir með nýjungar í herafla sínum. Að þessu leyti hefur franski iðnaður- inn haft ákveðið forskot fram yfir þann þýzka og japanska, sem ekki hafa haft slíka möguleika til jafns viö Frakka. Þó eru franskir fram- leiðendur óánægðir með afstöðu stjórnvalda til tilraunastarfs og rannsókna. Fyrirtæki eins og Matra eða Dassault hafa opinber- lega kvartað undan því að frönsku framleiðendurnir í þessum grein- um væru að dragast aftur úr og hafa hvatt stjórnvöld til aö veita meiri aðstoð og lán til rannsókna. Samtökum franska rafmagns- og rafeindaiðnaðarins er skipt niður í 35 undirdeildir eftir tegund starfsemi. Alls vinna á vegum samtakanna 150 manns. Um 20 stærstu fyrirtækin í samtökunum eru með yfir 80% af heildarveltu allra fyrirtækjanna. Útflutningsstarfsemi samtak- anna er skipt í þrjá meginþætti: í fyrsta lagi með upplýsingamiðlun til fyrirtækja, í öðru lagi könnun á ástandi á erlendum mörkuðum og í þriðja lagi skipulagning mark- aðsleitar í tveimur til þremur lönd- um í senn. Þannig er verið aö vinna að markaðsöflun í Egypta- landi og á Filipseyjum um þessar mundir. Sérstakur sendimaður samtakanna hefur starfað í SA.- Asíu í fimm ár með aðsetri í Singa- pore. Þar starfa meö honum fjórir fulltrúar. í 15 löndum vinna fulltrú- ar franska rafeindaiðnaðarins að markaðsöflun. alveg óháðir öðrum útflutningsgreinum frönskum. Franska ríkið hefur greitt þessum starfsmönnum laun en samtökin sjá um ferðir þeirra til Frakklands, þar sem þeir koma í heimsóknir í fyrirtæki meðal annars. Þannig er nú lögð áherzla á sérhæfða sölu- starfsemi í stað starfs hinna al- mennu viðskiptafulltrúa, sem unn- ið hafa á vegum utanríkisþjónust- unnar. 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.