Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 51

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 51
Staldrað við ^ i konungshöllum Fjölbreyttir kostir til ferðalaga blasa við í Frakklandi. Skíðalönd íÖlpunum, strönd Rivíerunnar eða söguslóðir f Loiredalnum — allt er þetta ásamt mörgu öðru fjölsóttir ferðamanna- staðir. Það er stutt að fara frá París í Loiredalinn og skoða þar sögulegar minjar, hallir og kastala konunga og greifa frá ýmsum tímabilum Frakk- landssögunnar. Það er býsna fróðlegt að sjá þessi húsakynni og skynja lítil- lega andrúmsloftið, sem á slíkum stöðum hefur ríkt um aldaraðir. Öll eru þau búin meiriháttar dýrgripum, hvort sem það eru ævagömul hús- gögn eða vegleg málverk af hetjum síns tíma og ástkonum þeirra. Við förum ekki lengra út í þá sálma en látum myndirnar tala fyrir okkur. ( j Ein fegursta byggingin, sem við sáum á þessari yfirreið var Chen- onceau-höllin, sem byggð var 1513, sannkallaður gimsteinn franska renaissance-tímans.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.