Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 53
Plastbúnafiur og gólfteppi
Fyrirtækjasamsteypan Somm-
er-Allibert framleiðir geysilegt úr-
val af plasthúsgögnum, gólftepp-
um, veggklæðningu og plastköss-
um, auk þess sem hún er mikilvirk í
smíði á umgjörðum í mælaborð
fyrir bifreiðar.
Allibert hefur orðið sérstaklega
þekkt fyrir baðherbergishúsgögn
sín og ýmsan veggbúnað í bað-
herbergi eins og fyrir handklæði,
spegla og þess háttar. Hefur fjöl-
breytni í þessari framleiöslu aukizt
jafnt og þétt og mjög verulegt átak
hefur verið gert til að bæta mark-
aðsstöðuna í N.-Evrópu. Hefur sú
viðleitni borið ríkulegan ávöxt eins
og kemur fram af því, að milli ára
hefur salan í Noregi aukizt um
48%, Danmörku 30% og Hollandi
50%.
Eldhúsinnréttingar, léttar og
stílhreinar, eru líka á boðstólum frá
Allibert, einnig garöhúsgögn og
lausir, léttir stólar úr plasti, sem
henta vel fyrir matstofur, sam-
komusali eða kennslustofur.
Sommer-Allibert selur mjög mik-
iö af gólfdúk, teppum og vegg-
klæðningum. Þaö eru plastdúkar á
gólf, einnig gólfteppi, plastklæön-
ingar á veggi og veggstrigi.
[ plastkassaframleiöslunni er
tegundaval mjög fjölbreytilegt.
Kassarnir eru frá tveim lítrum að
stærð upp í 20 lítra. í þessari
framleiðslu Sommer-Allibert eru
þeir í fararbroddi í Frakklandi með
um 40% markaðarins. Fyrirtækið
hefur líka forystuna í Evrópu sem
heild.
Um 80 milljón kassar, þar á meðal
liskikassar, framlelddir hjá Alllbert,
eru nú í notkun.
Búnaður í baðherbergl frá Sommer-Alllbert.
mm. «] 1
jjjpP
w
Um 200 tegundlr af gólf- og veggklæðnlngu, eru á boðstólum
hjá Sommer-Allibert.