Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 59

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 59
Frakkland er oft mesta vínfram- leiðsluland í heimi. Þannig var það 1976, er 74 milljón hektólítrar voru framleiddir á móti 66 milljón hektólítrum á Ítalíu, sem er skæð- asti keppinauturinn. Og svo eru það nokkur heilræði um meðferð franskra vína: Hitastig Kappkostið, að vínin hafi náð réttu hitastigi þegar þeirra er neytt. Þurr hvítvín og rósavín á að bera fram köld en aldrei héluó, heldur 8—12 gráðu heit. Sæt hvítvín, kampavín eða freyðivín eiga að vera jafnvel enn kældari, milli 6 og 12 gráður. Létt og bragðmild rauðvín skulu helzt borin fram 10—12 gráðu heit. önnur rauðvín eiga að vera við stofuhita þegar þau eru borin fram. Rétt glasategund Munið að: Vínglasið á að vera nógu stórt, svo að ekki þurfi að barmfylla það. Það á að vera í- hvolft og þrengra uppi við brúnina, svo að ilmurinn af víninu fáist fram. Glasið á að vera á fæti svo að vínið hitni ekki af höndum neytandans. Mikilvægt: Veljið ekki glasiö bara eftir útliti. Þykkt eða litað glas getur villt manni sýn, þegar dæma skal góö vín. Fyrir haustið: Munið hin frábæru snjódekk frá Michelin undir allar gerðir bifreiða Umboðið á íslandi Gúmmíviðgerðin Hafnargötu 89, Keflavík sími 92-1713 og 92-3488 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.