Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 66

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 66
„Parísarflugifl hentugt fyrir íslendinga á leifi suflur á Antoine Quitard hefur veitt Parísarskrifstofunni forstöðu í nokkra mánuði. Hann hefur starfað fyrir Loftleiðir og síðar Flugleiðir í 15 ár. bóginn“ Samtal við Antoine Quitard, forstjóra Flugleiða í París Það var þröng á þingi í af- greiðslu Flugleiða í „4. septem- ber-götunni“ í París, þegar við lit- um þar inn um fjögur leytið á fimmtudegi. Aðallega voru það Frakkar að spyrja um ferðir fé- lagsins til Bandaríkjanna. Loft- leiðir höfðu þessa skrifstofu fyrir sameiningu íslenzku flugfélag- anna og hún ber auðkenni þess félags. Skrifstofan er staðsett skammt frá Óperunni, í nágrenni við skrifstofur allra helztu flugfé- laga, sem aðsetur hafa í París. Það er gengið upp hringstiga úr afgreiðslunni upp á einkaskrif- stofu forstöðumanns Flugleiða í Frakklandi Antoine Quitard. Hann hefur starfað fyrir Loftleiðir og síðar Flugleiðir í 15 ár, fyrst á skrifstof- unni í París, síðan í Nice og þar á eftir var hann forstjóri skrifstofu Loftleiða í Brussel í 6 ár. Hann kom til Parísar aftur fyrir fjórum mán- uðum og tók þá við forstjórastöð- unni þar í borg. Quitard var nýkominn á skrif- stofuna eftir ferðalag frá Nice, þar sem félagið rekur skrifstofu einnig og ennfremur er starfandi fulltrúi félagsins í Strassbourg, sem sinnir sölusvæðinu í austurhluta Frakk- lands með stööugum heimsóknum til ferðaskrifstofa. Það er nú rúmt ár síðan Flug- leiðir hófu reglubundið áætlunar- flug til Parísar yfir sumarmánuðina og við spurðum því Quitard fyrst, hver árangur hefði orðið af þessari nýbreytni í samgöngum milli ís- lands og Frakklands. Quitard: — Við höfum fylgzt mjög náið með flutningnum í þessu beina flugi milli Orly-flug- vallar og íslands og útlit er fyrir að góður árangur náist í sumar. Ákvöröun um flugiö í fyrrasumar var ekki tekin fyrr en um áramótin 1976—77, þannig að fyrirvarinn var stuttur og ekki náöist að kynna ferðirnar sem skyldi fyrir ferða- málafyrirtækjum og almennum flugfarþegum. Nú er staðan allt önnur. Feröa- skrifstofurnar hér vita af þessum beinu ferðum og þær eru einnig betur kynntar fyrir íslendingum. Við byrjuðum ferðirnar núna þann 17. júní og þá voru 78 far- þegar, þar af milli 35 og 40 íslend- ingar. í tilefni dagsins var vélin skreytt íslenzkum fánum viö hvert sæti og svolítil þjóðhátíðarstemn- ing sköpuð um borö. En til þess að ferðir á þessari leið verði reknar hallalaust þurfum við að sjálfsögðu að fá farþega báðar leiðir. Ég bind því talsverðar vonir við ferðir íslendinga hingaö til Parísar og þeir læri að nota kosti þess að skipta t.d. um flugvélar hér á Orly, ef þeir ætla að halda lengra suður á bóginn því aö héðan eru mjög góðarsamgöngurtil Italíu og Spánar eða lengra suður og aust- ur á bóginn, ef því er aö skipta. F.V.: — Hvað eru fyrirhugaðar margar beinar ferðir milli Parísar og íslands í sumar? Quitard: — Það eru áætlaðar 12 ferðir að þessu sinni, einu sinni í viku, á laugardögum fram til 2. september. í fyrra byrjuðum við 1. júlí og flugum vikulega til 27. ágúst, og farþegarnir voru samtals um 1200. Það hefur því orðið lenging á ferðatímabilinu í báða enda. Ég vona að næsta sumar getum við byrjað strax 1. júní og haldið áfram lengra út haustið. F.V.: — Það liggur í hlutarins eðli, að þessar ferðir eru aðallega farnar vegna ferðamanna, sem 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.