Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 76

Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 76
byggd Engin streita en fjðrlegt athafnalíf iira, en á n Húsvíkinoar að tíafa tal rækiunni í st Kaupfélag Þingeyinga er burö- arásinn í atvinnu- og viðskiptalífi Húsavíkur. Þetta merka félag fékk sína fyrstu stjórn kjörna á fulltrúa- fundi sem haldinn var aö Þverá í Laxárdal 20. febrúar áriö 1882. Á þeim fundi var Jakob Hálfdánar- son kjörinn fyrsti kaupfélagsstjór- inn. Jakob haföi um skeiö velt fyrir sér vesturför og jafnvel Brasilíuför eins og svo margir aörir sveitungar hans höföu gert allar götur frá því fellivorið mikla, 1859, sem lamaði alla framfaraviöleitni innan hér- aösins og vakti útflutningshug. Húsavík er ungur bær í tvennri merkingu þess hugtaks. Um síö- ustu aldamót bjuggu þar einungis 287 manns, en kaupstaðarréttindi hlaut Húsavík ekki fyrr en árið 1950 og voru íbúarnir þá orðnir 1279. Nú eru íbúar farnir aö nálg- ast þriöja þúsundið. Staðurinn er fallegur. Þaö hefur án efa mörgum landnámsmanninum á Húsavík þótt allt frá dögum Ketils Þóris- sonar leðurháls, sem þar nam land í öndveröu. Þaö var mikið um aö vera á Húsavík þegar blaöamenn Frjálsr- ar verzlunar bar að garði. Enginn asi var þó á mönnum þóttvíðaværu knáleg handtökin. „Stressið" haföi oröiö eftir í Reykjavík, nema hjá breskum flokki kvikmynda- smiöa frá þeirri merku stofnun BBC. Þeir sátu á hótelinu og nög- uöu á sér neglurnar. Búnaöur uppá milljónir beið fyrir utan reyröur uppá Landrovera. Þeir biðu veðurs. Fólkið á götunni sagði okkur, að vorið hefði verið meö eindæmum kalt. Nú í júnílok var hryssingur, rokið og rigningin í algleymi. Seinna um daginn rak okkur í rogastans. Úti á flugvelli sáum við ekki betur en aö þar væri Jón Sig- urbjörnsson leikari aö gera sig lík- legan til þess aö lóga einum far- þega Flugfélagsins. Var hann með alvörupístólu á lofti og lét ófrið- lega. Viö nánari skoðun kom í Ijós aö þarna voru Bretar aö filma atriöi úr glæpasögu eftir Desmond Bag- ley: Út í óvissuna. Sú saga mun eiga aö gerast á íslandi. Næsta dag var komiö besta veöur. Grásleppukarlarnir á Húsa- vík löppuðu upp á net sín niöri við 76

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.