Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 80

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 80
Húsvíkingar væru nú hættir að leggja bílum sínum yfir vetrarmán- uðina. Fyrir bragðið væri alltaf nóg að gera á verkstæðinu, áður heföu þeir oft verið verkefnalitlir á vetr- um. Auk verkstæðisrekstursins ann- ast fyrirtækið sölu og útvegun á varahlutum en það hefur sérhæft sig í viðhaldi á Volvo, Scania, Ford og Skoda og eru starfsmenn 15, þar af 5 nemar. Sérstaklega útbúin gryfja er fyrir viðgeröir á stórum vöruflutningabílum og annast fyr- irtækið viðhald á flutningabílum Kísiliðjunnar. Bílalyfta er notuð fyrir fólksbíla og tækjabúnaður til allra viðgerða og stillinga. Jón Þorgrímsson lærði bifvéla- virkjun á Húsavík og að námi loknu snéri hann sér að því, ásamt nokkrum öðrum, að byggja verk- stæðishúsið. Það komst í gagnið á árinu 1962 og drifu þá félagar Jóns sig í að læra fagið á löggildan hátt og eru nú starfandi við fyrirtækið, einn þeirra er verkstjórinn. Við spurðum hvort bílarnir hefðu batnað á undanförnum árum en fengum þau svör aö einn af fáum kostum verðbólgunnar væri sá, að nú hugsaði fólk mun betur um ástand bíla sinna en áður tíðkaðist og því væri ástand bíla nú mun betra þrátt fyrir að þeir væru ekki nærri eins sterkbyggðir. Dýpkunarsklplð Grettlr er nú að störfum í Húsavfkurhöfn. Efnalaug K. Þ. v/Garðarsbraut Húsavík. Fatahreinsun og pressun, (kemisk og þurrhreinsun). Önnumst alla þvotta. FERÐAFÓLK! K>ið fáið föt og þvott samdægurs. Sími 96-41295 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.