Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 92

Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 92
Með hagræðingu og tækni- væðingu má spara stðrfé - Rætt við Viðar Vé- steinsson, frar>i- kvæmdastjóra Fata- gerðarinnar á Akra- nesi „Fatagerðin hf. hefur starfað hér á Akranesi, frá því á árinu 1967. Við tókum okkur þá saman nokkrir og keyptum þetta fyrirtæki frá Reykjavík með vélum og öllu sarnan", sagði Viðar Vésteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, er tíðindamaður innti hann eftir upp- runa fyrirtækisins. „Við settumst strax í upphafi að hér í eigin húsnæði, húsi gömlu mjólkurstöðvarinnar. Það hefur verið okkur ómetanlegur styrkur síðan upp á lántökur og ýmislegt fleira, að eiga þetta hús“. Hverjar eru helztu framleiðslu- vörur fyrirtækisins? „Helztu framleiðsluvörur okkar eru sokkar og nærföt, auk þess sem við framleiðum nærföt fyrir öll sjúkrahús í landinu. Hér vinna nú um 15 manns, og Trico-sokkarnlr frá Fatagerðlnnl. hefur starfsmannafjöldinn verið svipaður frá upphafi. Við höfum lagt áherzlu á að vinna okkur upp tæknilega og hefur það gert okkur kleift að halda starfsmannafjöld- anum niðri. Okkar helztu framtíð- arplön eru að koma við enn meiri hagræðingu svo nýta megi vinnu- afliö enn betur". Hve mikill hluti veltunnar eru viðskiptin við sjúkrahúsin? „Ætli það nemi ekki svona 25%, en í fyrra var veltan eitthvað ná- lægt 60 milljónum". Hvernig standa fyrirtæki í þess- ari grein á (slandi í dag? „Ég get náttúrlega ekki svarað fyrir aðra, en okkar staða er allgóð og okkur sýnist framtíðin björt. Við önnum engan veginn eftirspurn. Verð okkar er fyllilega samkeppn- isfært við það sem flutt er inn. Við reynum að fylgjast, svo sem auðið verður, með hreyfingum í tízku- heiminum. Það hefur nefnilega orðið mikil breyting á í þessari grein frá því sem var fyrir ekki mörgum árum síðan. Sokkar eru nú orðnir tízkuvarningur, ekki síður en annar klæðnaður, og því þarf maður að fylgjast vel með því sem er á döfinni". Reynið þið þá að sjá fyrir hvað þaö verður sem kemur til með að verða vinsælt hér á landi? „Já, við getum sem dæmi tekið þessa hvítu niðurbrotnu sokka, sem svo mjög eru vinsælir meðal ungra stúlkna í dag. Það mátti sjá þá þróun nokkuð fyrir af þeim hreyfingum sem urðu í tízkuheim- inum. Við vorum því viðbúnir þessu og höfðum stillt okkar vélar með tilliti til þess". Eru einhverjar nýjungar í fram- leiðslunni á döfinni? „Á næstunni fáum við hingað nýja prjónavél, sem er ætlað að prjóna vinnuvettlinga. Vettlingar sem þessir hafa þótt góðir, hlýir og Sokkamaskína í gangl.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.