Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Síða 94

Frjáls verslun - 01.06.1978, Síða 94
Gófiur markaður fyrir nýjar íbúfiir á Skaganum — Spjallaö viö for- ráðamenn Húsverks „Þetta er okkar fyrsta fjölbýlis- hús. Viö höfum þegar gengið frá helmingnum og afhent íbúðirnar kaupendum, og síðari helmingn- um eigum við að skila í september næstkomandi", sagði Ársæll Jónsson, einn af eigendum Hús- verks hf. á Akranesi, er blaðamaö- ur hitti hann að máli við 24 íbúöa fjölbýlishús sem fyrirtækiö er að koma upp þar. Eigendur Húsverks eru auk Ársæls þeir Þröstur Krist- jánsson og Hallgrímur E. Árnason. Hefur Húsverk unnið við aðrar stórframkvæmdir hér á staðnum? „Ja, það má kannski segja það, við byggðum meðal annars Gagn- fræöaskólann hérna". Hvað kosta íbúðir í þessu húsi, sem þið eruð að koma upp hér? „Þessar íbúðir kosta fullfrá- gengnar um 8.7 milljónir. Þá miöa ég við 90 fermetra 3ja herbergja íbúð, teppalagða, málaða, með eldhúsinnréttingu og skápum. Fólkið getur sem sagt flutt beint inn. Auk þess fylgir hverri íbúð geymsla í kjallara. Þessar geymsl- ur eru nokkuð stórar og lofthæð höfö það mikil aö auðveldlega má breyta þeim í íbúðarhæf her- bergi". Nú telst þetta verð líklega í lægra lagi fyrir íbúð sem þessa. Hvað er það aðallega sem veldur? „Líklega má þakka það ýmissri hagræðingu sem við höfum unnið að í sambandi við bygginguna. Steypumótin, sem við notum, eru af sérstakri gerð, svokölluð metri- form-mót, sem við keyptum frá Hamrinum í Hafnarfirði. Þessi mót hafa sannað ágæti sitt víða um land, en ég held að við séum þeir einu sem notum þau hér á Akra- nesi. Með þessi mót nýtum við mannskapinn mjög vel og lækkar það að sjálfsögðu byggingar- kostnaö. Annað atriði er, að við höfum tekið í notkun tilbúin járn- bindingarnet frá Timbri og Stál í Hafnarfirði. Þessi net hafa sparað okkur mikla vinnu og gera einnig sitt til að flýta fyrir. Viö erum sann- færðir um að ýmislegt fleira gætu íslenzkir byggingarmeistarar til- einkað sér sem til aukinnar hag- ræðingar horfði og lækkað gæti byggingarkostnaðinn". Við inntum Ársæl eftir hver hefði gert teikningu af fjölbýlishúsi Hús- verks. Hann sagði þaö vera Kjartan Sveinsson, og þættust þeir hafa verið einstaklega heppnir meö þaö samstarf. Bæöi væri mjög gott að vinna eftir þessum teikningum og svo eru íbúðirnar einkar skemmtilegar. Sem fyrr sagði eru þær þriggja herbergja auk geymsluherbergis í kjallara. Þá fylgir hverri íbúð lítið þvottahús sem er inn af íbúðinni sjálfri og auk þess lítiö búr. „Fólkiö er mjög ánægt með þessa tilhögun", sagði Ársæll. Víða um land kvarta byggingar- fyrirtæki um skort á byggingarlóð- um. Við inntum forráðamenn Hús- verks eftir því hvernig ástandið væri á Akranesi. Þeir létu vel af þessum málum á Skaganum. „Hér er alltaf séð fyrir nægum lóðum, svo ekki þurfum við að kvarta". En hverjir eru viðskiptavinir Húsverks. Hvernig fólk er það sem kaupir íbúðir í þessu fjölbýlishúsi? „Fyrst og fremst er þetta ungt fólk. Mikill hluti þeirra, sem fest hafa kaup á íbúðum í þessu húsi eru sjómenn. Unga fólkið flytzt ekki burt hér af Skaganum. Hér eru þeim búin góð tækifæri og því sezt það hér að“. Framtíðin virðist sem sé blasa við byggingarfyrirtækjum á Akra- nesi? „Það má kannski segja það. Við höfum í það minnsta hug á að halda áfram þegar þessu húsi er lokið. Við höfum þegar fengið út- hlutað annarri lóð og eftirspurn eftir húsnæði bendir ekki til annars en hér sé góður markaður fyrir nýjar íbúöir". Nýtt húsnæðl handa ungum Skagamönnum. 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.