Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 97

Frjáls verslun - 01.06.1978, Side 97
r-ZI-., - [ húsgagnadelldlnnl. Rætt við eigendur Biómabúðarinnar og verzlunarinnar Ás- bergs á Skaganum Við Skólabraut á Akranesi eru tvö fyrirtæki, sem segja má að tengist fjölskylduböndum. Annað er Blómabúðin, sem er í eigu syst- kinanna Guðlaugar Vestmann og Grétars Jónssonar og verzlunin Ásberg, sem er í eigu þeirra tveggja sem hér var getið og auk þess bróður þeirra Guðjóns Á. Jónssonar. Blómabúðin hefur, að sögn Grétars, starfaö á Akranesi í 15 ár samfleytt. Hefur hún lengst af ver- ið eina sérverzlun sinnar tegundar á staönum. Búöin er í mjög skemmtilegu húsnæði að Skóla- braut og innréttingar allar þar til fyrirmyndar. Auk blóma og ýmissa tækja og tóla þeim tilheyrandi verzlar Blómabúðin með gjafavör- urýmiskonar. Verzlunin Ásberg er ný af nál- inni, var sett á fót í janúar síðast- liönum. Þar eru á boðstólum ítölsk reyrhúsgögn og fléttaðar körfur, mottur og ýmis ílát. Grétar kvað rekstur verzlunarinnar hafa geng- ið mjög þokkalega það sem af væri. Greinilegt væri að grund- völlur hefði verið fyrir slíkt fyrirtæki í bænum. „Við keppum líka ekki á þessum hefðbundna húsgagna- markaði, heldur verzlum eingöngu með reyrhúsgögn. Það er Ijóst aö fólk fagnar tilbreytninni, það hefur sóknin í þennan varning sýnt. Verzla meO blóm og reyrhúsgögn 97

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.