Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 15
anum og voru þeir sem mátu að dugn- aður, vilji og kunnátta þessara frænda myndi nægja til að fleyta þeim áfram. HAGNAÐUR ALLAN TÍMANN Skipinu var breytt í frystitogara hjá Slippstöðinni á Akureyri. Hann fékk nafnið Akureyrin og hélt til veiða í byrjun desember 1983, eftir kostnað- arsamar breytingar og viðgerðir. Hann var sá þriðji í röð íslenskra frystitogara. Þorsteinn Vilhelmsson stóð í brúnni og bróðir hans Kristján var yfirvélstjóri. Þorsteinn Már tók að sér reksturinn í landi, sem hann hefur stýrt æ síðan. í upphafi var reksturinn erfiður á meðan menn voru að komast upp á lagið með ný vinnubrögð, þjálfa mannskapinn og kynnast skipinu. En fljótlega fór útgerðin að ganga greið- lega fyrir sig. Samherji hf. náði hagn- aði þegar á fyrsta rekstrarári, 1984, og hefur búið við hagnaðarrekstur síðan. Þeir frændur eru stórhuga og fóru fljótlega að huga að frekari umsvifum þegar ljóst varð að rekstur Akureyr- arinnar var farinn að ganga í samræmi við björtustu vonir. Um mitt ár 1985 keyptu þeir tæpan helming Hvaleyrar hf. í Hafnarfirði, sem er hin gamla Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar. Fyrirtækið stundar alhliða fiskvinnslu og útgerð togarans Víðis. Móteigendur Samherja hf. eru að- standendur Hagvirkis og fram- kvæmdastjóri Hvaleyrar hf. Rekstur fyrirtækisins hefur verið þungur, en hluthafamir hafa nýlega lagt fram við- bótarhlutafé sem þeir vona að nægi til að koma fyrirtækinu á skrið. í árslok 1985 lagði Samherji hf. út í frekari ljárfestingu. Þá var togskipið Helgi S. keyptur frá Keflavík og skipt á honum og togaranum Maí sem Hvaleyri hf. átti. Ráðist var í miklar endurbætur og Maí var breytt í full- komið frystiskip. Breytingamar voru framkvæmdar í Noregi og tóku það langan tíma að skipið fór ekki á veiðar fyrr en í byrjun árs 1987. Kostnaður- inn við þessar framkvæmdir nam á þriðja hundrað milljónum króna á nú- virði. TILLIÐS VIÐ ATVINNUMÁLANEFND í ársbyrjun 1986 höfðu menn áhyggjur af atvinnuástandinu á Akur- eyri, en ekki var búið að ráðstafa einu af raðsmíðaskipum Slippstöðvarinnar þótt ýmissa leiða hafi verið leitað. Niðurstaðan varð sú að fyrir forgöngu Þorsteinn Vilhelmsson 37 ára skip- stjóri á Akureyrinni. Þorsteinn Már Baldvinsson, 37 ára framkvæmdastjóri Samherja hf. Kristján Vilhelmsson, 35 ára vél- fræðingur, sér um viðhald og af- greiðslu skipanna. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.