Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 30
VIÐTAL
STÖÐUGLEIKIER LYKILLINN
AÐ VELGENGNI
LUXEMBURGARA
- SEGIR BIRKIR BALDVINSSON, KAUPSÝSLUMAÐUR í LUXEMBURG
Hann hefur verið búsettur
meira en 30 ár erlendis. Birkir
Baldvinsson er fæddur og uppal-
inn á Siglufirði, bjó um tíma í
Keflavík áður en hann hélt utan
til flugvirkjanáms í Bandaríkj-
unum. Fljótlega, að námi loknu,
tók hann við starfi hjá Loftleið-
um í Hamborg. Að því loknu kom
hann heim og flaug um skeið
sem flugvélstjóri, þar til Loft-
leiðir buðu honum starf í Eng-
landi sem átti að vera í eitt ár.
En það teygðist á þessu ári og
hann starfaði í Skotlandi í átta
ár áður en hann settist að í Lux-
emburg og var um árabil yfir-
maður viðhaldsdeildar Cargolux
sem Flugleiðir áttu stóran hlut
í, en hafa nú selt.
Birkir fór að fást við viðskipti sam-
hliða starfi sínu hjá Cargolux en fyrir
um 10 árum fór hann alveg út í eigin
rekstur. Fyrst stofnaði hann Lock
Ness veitingahúsakeðjuna, en veit-
ingahús voru rekin víða um lönd undir
þessu nafni með hans leyfi. Þannig
var Nessý hér í Reykjavík rekin með
þessu fyrirkomulagi, en í eigu Bjarna
Arnasonar og Jóns Hjaltasonar.
Hann hefur fyrir nokkru selt veit-
ingareksturinn og snúið sér alfarið að
flugvéla- og flugvélavarahlutavið-
skiptum auk fjárfestinga. Birkir fjár-
festir bæði í Luxemburg, Reykjavík
og á alþjóðlegum verðbréfamörkuð-
um. Mjög var eftir því tekið fyrir
nokkrum árum þegar hann bauð í hlut
Ríkissjóðs íslands í Flugleiðum hf. og
vildi kaupa 20% fyrirtækisins á einu
TEXTI 0G MYNDIR: HELGI MAGNÚSSON
30
Stöðugleikinn er einn helsti
kosturinn við
efnahagsumhverfið hér. Stjórnir
koma og fara, en það verða
aldrei kollsteypur eins og á
íslandi.
bretti. En ekki varð af kaupunum
vegna furðulegra vinnubragða ríkis-
ins sem opnaði tilboð Birkirs, sem átti
að sjálfsögðu að vera lokað, kynnti
innihald tilboðsins og gaf öðrum kost
á að bjóða örlítið betur og kaupa bréf-
in! Vinnubrögð af þessu tagi tíðkast
ekki í siðuðum samfélögum — en
svona var þetta samt hjá Ríkissjóði
íslands og segir meira en mörg orð
um þjóðfélag okkar. En það er önnur
saga.
Birkir Baldvinsson vill samt sem
minnst um þessa framkomu Ríkis-
sjóðs segja. Hann er hógvær maður
og virðist ekki hafa neina þörf fyrir að
gera sig breiðan.
En það gleður hann engu að síður
að eftir á að hyggja segist hann sjá að
hugmyndin um að kaupa Flugleiða-
bréfm hafi verið rétt því nú liggi fyrir
að arðsemi af þeim kaupum sé mjög
góð frá þeim tíma til þessa.
Eftir að Flugleiðabréfin voru úr
sögunni var honum boðið að kaupa
talsvert húsnæði í Kringlunni, sem þá
var í byggingu. Það gerði hann og
telur að það hafi verið góð fjárfesting,
en húsnæði þetta leigir hann út ásamt
öðru því húsnæði sem hann á hér á
landi. Birkir á k'tið fjárfestingarfélag
sem sér um eignarhald og rekstur á
fasteignum og öðrum eignum hans
hér á landi.
Ég spyr Birki Baldvinsson hvort
hann sé á leiðinni að setjast að heima á
íslandi.
„Eru ekki allir íslendingar erlendis
alltaf á leiðinni heim?“ spyr hann. „Ég
verð áfram í Luxemburg á meðan
heilsa og kraftar leyfa. Það eru engin
áform uppi um það nú að við setjumst
að á íslandi, en hvað maður gerir í
ellinni er ekki afráðið. Það er of
snemmt að átta sig á því.
En ég held góðum tengslum við
ísland. Vegna flugviðskipta minna
kemst ég ekki hjá því að vera á ferð-
inni milli Luxemburgar og Bandaríkj-
anna. Ég kem alltaf við á íslandi í