Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 31
Feðgarnir Birkir og Ómar reka fyrirtækið saman. Birkir sér um stærri viðskipti eins og kaup og sölu flugvéla og fjárfestingar en Ómar hefur með að gera flugvélavarahlutaviðskiptin. bakaleiðinni til Luxemburgar. Þá sinni ég viðskiptum mínum á íslandi og hitti vini og vandamenn. Vegna starfa minna þurfum við í raun að hafa heimili á þremur stöðum, í Arizona, á íslandi og í Luxemburg, en 65%-70% af öllum flugvélaviðskiptum í heimin- um fara fram í Bandaríkjunum. Ég á viðskipti og ágætt samstarf við Flugleiðir og fleiri aðila á íslandi. Við eigum einnig viðskipti við Cargo- lux og flest öll flugfélög í Evrópu og utan hennar. Flugvélamarkaðurinn er alþjóðlegur, þetta eru alþjóðleg við- skipti þar sem menn leita tilboða og kaima þar sem best býðst.“ Eg spyr Birki um það að hvaða leyti sé betra að reka viðskipti í Luxem- burg en á íslandi. „Einn ókosturinn við íslensk stjórnvöld er sá að þau hafa afskipti allt of langt niður í þjóðfélagið og bankakerfið. í Luxemburg setja þau skýrar reglur, en láta menn svo í friði. Ramminn er skýr og viðurlög við brotum eru mjög ströng. Krafa er gerð um viðunandi eiginfjárstöðu fyrirtækja og lágmarkskröfur eru mismunandi eftir eðli atvinnurekstr- ar. Þannig þarf mikið hlutafjárframlag til að stofnsetja flugfélag, annars fá menn ekki rekstrarleyfi. Með raun- hæfum kröfum að þessu leyti er kom- ið í veg fyrir að menn ani út í vitleysu, en að uppfylltum kröfum fá þeir tilskil- in leyfi. Stöðugleikinn er einn helsti kostur- inn við efnahagsumhverfið hér. Stjómir koma og fara, en það verða aldrei kollsteypur eins og á Islandi. I viðskiptum sækjast menn eftir stöð- ugleika og föstum leikreglum sem hægt er að laga sig að. Eilífar breyt- ingar eru erfiðar fyrir viðskipti. Á ís- landi veist þú ekki hvað dagurinn ber í skauti sér þegar þú vaknar á morgn- ana; nýir skattar, nýjar álögur eða áður óþekktar leikreglur í viðskipt- um. Það er hættulegt hve íslensk stjómvöld breyta hratt um stefnu. Menn vilja eiga viðskipti þar sem þeir telja sig geta treyst á stöðugleikann því það verður að vera unnt að gera áætlanir sem fótunum er ekki kippt undan fyrirvaralaust. íslensk stjórnvöld verða að gera sér þetta ljóst, ef þau á annað borð hafa áhuga á að laða til sín erlent fjár- magn til atvinnurekstrar og viðskipta. Á íslandi vantar líka meiri hvatn- ILuxemburgarar hafa verið klókir í atvinnuuppbyggingu landsins. Þeir hafa opnað fyrir útlendingum, sem hafa komið inn með nýjar atvinnugreinar og fest þær í sessi. En á réttum tíma hafa heimamenn svo komið inn í rekstur þeirra. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.