Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 16
FORSÍÐUGREIN atvinnumálanefndar Akureyrar var ákveðið að skipið yrði gert út frá Ak- ureyri og félag var stofnað um rekst- urinn. Akureyrarbær lagði fram 40% hlutaljár og K. Jónsson & Co. og Samherji hf. sín 30% hvor. Þessi eignarhlutföll er ennþá óbreytt, en bæjarfélagið stefnir að því að selja hlut sinn þegar aðstæður leyfa. Frystitogari þessi hlaut nafnið Odd- eyrin og hefur Samherji hf. annast rekstur hans allt frá því hann hóf veið- ar í desember 1986. Skipið hefur aðal- lega rækjuveiðileyfi, en hefur auk þess aflað sér veiðiréttinda með öðr- um hætti. Þannig keypti útgerðin bát- ana Þorlák helga í ágúst 1988 og Sif í febrúar 1989 og hefur fengið með þeim kvóta sem samsvarar 750 tonn- um af þorskígildi, en bátamir eru 150 tonn og 12 tonn og ekki gerðir út. Togarann Þorstein keyptu Sam- herjamenn svo frá Siglufirði í septem- ber 1987. Hann lenti í ís vorið 1988 og skemmdist svo illa að ekki var talið ráðlegt að gera hann upp. Hann hefur því legið bundinn við bryggju á Akur- eyri síðan heldur óhrjálegur útlits. Hans bíður væntanlega ekki annað en að fara í brotajám. í stað hans kemur togari sem verið er að byrja að smíða á Spáni fyrir Samherja hf. og verður vonandi tilbúinn árið 1991. Á árinu 1988 keypti Samherji hf. tvo báta. Hraunsvík, 60 tonna, sem fór í úreldingu og Auðbjörgu, 50 tonna, sem seld var aftur án kvóta. Á árinu 1989 hafa þeir einnig keypt tvo báta vegna kvótans. Jón, 11 tonna, og Þor- stein, 20 tonna, sem báðir fóru í úr- eldingu. ENN TOGARAKAUP1989 Samheiji keypti togarann Álftafell frá Stöðvarfirði í apríl 1989 og hefur gert hann út síðan undir nafninu Hjalt- eyrin og Hjalteyrin II. Skipið hefur nú verið selt til Frosta á Grenivík og verður það afhent á næsta ári. Og í ágúst síðastliðnum keypti Samherji hf. svo Arinbjörn, 380 tonna togara frá Reykjavík, og gerir hann út undir nafninu Hjalteyrin. I vetur er ætlunin að setja vinnslubúnað í skipið. Eins og fyrr getur er alhliða togari í smíðum fyrir þá frændur á Spáni sem koma mun í stað Þorsteins sem skemmdist í ís. Þeir gera sér vonir um að fá það afhent árið 1991. Áætlað verð skipsins er um 500 milljónir króna og mun Fiskveiðasjóður Is- lands fjármagna 60% verðsins en hitt verður útgerðin að leggja fram, annað hvort úr rekstri eða með eignasölu. Umsvif Samherja hf. eru því þessi sem stendur: Útgerð á Akureyrinni, Margréti, Hjalteyrinni, Hjalteyrinni II, sem hefur verið seld og verður afhent á næsta ári, og útgerð á Odd- eyrinni sem félagið á 30% í. Auk þess þátttaka í fyrirtækinu Hvaleyri hf. í Hafnarfirði. 13000 T0NN Heildarafli skipa Samherja hf. og Oddeyrar á árinu 1989 er um 13.000 tonn að söluverðmæti um 1100 millj- ónir króna. Hér er um að ræða met- umsvif í sex ára útgerðarsögu þeirra frændanna. Umsvifin hafa aukist ár frá ári. Samherja hf. er fyrst getið í listum Frjálsrar verslunar yfir stærstu lyrirtækin á íslandi árið 1985. Þá nam velta fyrirtækisins 203 millj- ónum króna, ársstörf voru 33 og bein laun námu 70 milljónum króna. Með- allaun voru þá hin fjórðu hæstu á land- inu. Árið 1986 var Samheiji hf. í 170. sæti á lista Frjálsrar verslunar með 250 milljóna króna veltu, 7% raun- aukningu frá árinu á undan. Ársstörf voru 30, bein laun 81 milljón krónur og meðallaun voru orðin hin þriðju hæstu á landinu. Árið 1987 var fyrir- tækið komið í 113. sæti með 510 mill- jón króna veltu og 67% raunaukningu frá árinu á undan. Ársverk voru þá orðin 52, bein laun námu alls 182 mill- jónum króna og meðallaunin voru GÍFURLEG AUKNING SJÓFRYSTINGAR BOTNFISKAFLIFRYSTITOGARANNA NAM YFIR 80 ÞÚSUND T0NNUM Á SÍÐASTA ÁRIEÐA12% BOTNFISKAFLA ÍSLENSKRA SKIPA Óhætt er að fullyrða að einn helsti vaxtarsprotinn í útgerð á Islandi á þessum áratug hafi verið tilkoma aukinnar fryst- ingar um borð í skipum úti á sjó. Útgerð frystitogaranna hefur undantekningarlítið gengið vel og styrkt verulega fjárhagslega stöðu útgerðar- fyrirtækjanna. Hins vegar hef- ur frysting í landi dregist sam- an að sama skapi og má í því sambandi nefna að árið 1982 kom fjórðungi meira hráefni til vinnslu í landi en árið 1988 þrátt fyrir að botnfiskafli hafi verið örlítið meiri í fyrra. Minnkandi vinnsla í landstöðv- um stafar einnig af stóraukn- um útflutningi ferskfisks á þessu tímabili. Á síðasta ári var botnfiskafli íslend- inga tæplega 700 þúsund tonn og þar af voru tæplega 84 þúsund tonn sjófryst eða 12% aflans. Ef við lítum aðeins á þann hluta aflans, sem fór til frystingar, kemur hins vegar í ljós að 23% hans var frystur úti á sjó. Það hefur því átt sér stað hljóðlát bylting í vinnslu aflans og ör þróun í þá átt að verka hann á sjó úti og færa nánast í neytendaumbúðum að landi. Upphaf þessa kafla í íslenskri útgerð- arsögu er að rekja til Skagastrandar í upphafi níunda áratugarins. Þá ákváðu forráðamenn Skagstrendings hf. að breyta hálfbyggðu skipi, er var í smíðum hjá Slippstöðinni á Akureyri, úr ísfis- ktogara í frystitogara. Raunar kom sú ákvörðun til af því að Fiskveiðasjóður 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.