Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 61
STJÓRNUNARFÉLAGIÐ - RÆTT VIÐ ÁRNA SIGFÚSSON FRAMKVÆMDASTJÓRA Námskeið hjá Stjórnunarfélagi íslands. Stjórnunarfélag íslands var stofnað árið 1961. Á þessu tæp- lega þrjátíu ára tímabili hefur umfang Stjórnunarfélagsins aukist mikið en nú standa u.þ.b. 680 einstaklingar og fyrirtæki að því. Að sögn Árna Sigfússon- ar framkvæmdastjóra hefur Stjórnunarfélagið mikið og gott samstarf við ýmis félög og stofn- anir en hlutverk SFI er „að efla áhuga á og stuðla að vísinda- legri stjórnun, hagræðingu og almennri hagsýslu í hverskonar rekstri,“ sagði Árni. „Með því vill félagið stuðla að bættum at- vinnuháttum og aukinni fram- leiðni á sem flestum sviðum.“ Starfsemi SFÍ má skipta niður í nokkra þætti en mest ber á hin- um fjórum skólum sem reknir eru af félaginu, þ.e. Markaðs- skóla íslands, Málaskólanum Mími, tölvuskólum SFÍ og GJJ og Skrifstofu- og ritaraskólan- um. Auk náms í skólunum eru í boði fjölmörg námskeið á vegum félagsins. MARKAÐSSKÓLIÍSLANDS „Við rekum Markaðsskóla íslands í samvinnu við Útflutningsráð en þar eru í gangi markaðs- og sölunámskeið. Þetta eru tólf vikna námskeið, eða samtals sex- tíu kennslustundir, en kennt er tvisvar sinnum í viku. í samvinnu við Útflutningsráð íslands og Iðnlánasjóð eru námskeið fyrir þá sem eru með lítil eða meðalstór fyrirtæki. Markmiðið með þeim námskeiðum er að hjálpa þessum fyrirtækjum að auka umsvif sín með útflutningi en með réttum aðferð- um á það að vera hægt. Illutverk Mark- aðsskólans í þessu verkefni er að sjá um námskeiðin sjálf en á þeim er kennt hvemig best er að kynna vöru sína og þjálfa menn í markaðsmálum. Nýjasta verkefni skólans er almenn- ingstengslanám (PR) og er ætlað stjóm- endum sem sinna almenningstengslum í fyrirtækjum og stofnunum. Þetta verkefni er í vinnslu en stefnt er að námskeiðum sem allra fyrst. MÁLASKÓLINN MÍMIR Málaskólinn Mímir er elsti starfandi málaskólinn á landinu en hann var stofnað- ur fyrir rúmum 40 árum. Hin síðari ár hafa viðskipti íslendinga við önnur lönd aukist hröðum skrefum og auk þess leggjast sí- fellt fleiri í ferðalög. Góð tungumálakun- nátta er því að verða sífellt veigameiri í hinu daglega lffi. Það er eitt af undirstöðu- atriðunum í fyrirtækjarekstri að hafa gott vald á a.m.k. einu erlendu tungumáli. Við kennum sjö tungumál hjá Mími en auk þess erum við með námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Mímir hefur í samvinnu við Markaðsskólann námskeið í ferðamál- um. Það eru þriggja mánaða námskeið, samtals 148 kennslustunda nám, og þar vegur málanámið þungt. Allir, sem hefja nám hjá Mfmi, taka stöðupróf en eru síðan ílokkaðir niður í hópa eftir kunnáttu. SKRIFSTOFU- OG RITARASKÓLINN Aðsóknin í þennan skóla er mikil og hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Mér telst til að um 120 nemendur stundi nám við skólann í ár. Þetta er tveggja ára nám og er 70% nám fyrsta árið en 100% seinna árið. Hægt er að fá námslán hjá LÍN á seinna árinu. Skólinn sérhæfir sig í að þjálfa menn í almennum skrifstofustörf- um. Við njótum aðildarfélaganna í þessu sambandi því nemamir fara í hálfs mánað- ar starfsþjálfun hjá hinum ýmsu fyrirtækj- um hér í borg. Meðalaldur þeirra, sem stunda nám hjá skólanum, er um þrjátíu ár en þetta eru mikið til húsmæður sem vilja koma út á vinnumarkaðinn aftur eftir mis- löng hlé. Skólinn er frekar dýr en árgjaldið er um 150 þúsund krónur en þeir sem vilja geta fengið þriggja ára starfsmenntunar- lán hjá Iðnaðarbankanum. FYRIRMKW ■ U HYS7EU H ■ Sá RÉm FYRIR MG ÍSLENZKA QMBÐÐSSAbAN HF. KtAPPARSTÍG 29, S. (91) - 2 64 88 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.