Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 80
ATVINNUMAL
Hjá Örva er lögð áhersla á starfsþjálfun.
starfsráðgjafí auk forstöðumanns. Þá
starfar þar og fulltrúi í hlutastarfi.
Starfsemin hjá Örva hefur verið að
þróast með ákveðnum hætti á síðustu
misserum og fjölbreytnin hefur auk-
ist. Aukið rými skapaðist þegar Örvi
flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði að
Kársnesbraut 110 á síðasta ári, en
áður hafði hann verið í kjallara hjúkr-
unarheimilisins Sunnuhlíðar, þ.e. frá
stofnun árið 1984. Að sögn Bergs er
lögð áhersla á að verkefnin hjá Örva
henti sem góð þjálfun, séu ijölbreytt
og að markaður fyrir afurðirnar sé
fyrir hendi. Meginverkeiningarnar
hjá Örva eru 6 talsins og skiptast í
þessa flokka:
í plastiðju eru framleiddar alls kon-
ar plastumbúðir, t.d öskjur og bakkar
fyrir matvæli, smávörur o.fl. Þá
framleiðir Örvi einnota plastsvuntur
fyrir matvælaiðnað, sjúkrahús og
fleiri aðila.
í pökkunar- og samsetningarein-
ingunni er boðið upp á alhliða þjónustu
fyrir fyrirtæki og stofnanir. Má nefna
vélpökkun á spjöld og í plastpoka auk
þess sem starfsmenn Örva taka að
sér límingarverkefni, vörumerkingar
og ýmsan frágang.
Fataverslunin Örverpið er í húsa-
kynnum Örva að Kársnesbraut 110.
Þar er framleiðsla prjóna- og sauma-
stofu Örva á boðstólum, auk fatnaðar
frá öðrum fyrirtækjum.
Fyrmefnd prjóna- og saumastofa
sérhæfir sig í framleiðslu á gammósí-
um, bamabolum og bamabuxum en
auk þess eru prjónaðar bamapeysur,
ennisbönd og fleira framleitt þar.
Á rafverkstæði er fengist við frá-
gang á rafmagnsklóm, samsetningu
fjöltengja og lampa og á verkstæði er
unnið við ýmiss konar frágang,
hreinsun, viðgerðir o.fl.
Auk ofangreindra verkeininga
sinna starfsmenn eldhúsverkum í
kaffistofu og skiptast á um að annast
ræstingar á salernum og í fataher-
bergi.
Eins og áður sagði er lögð áhersla á
það hjá Örva að þjálfa starfsmenn til
starfa á almennum vinnumarkaði.
Hefur það gengið allvel hingað til og
hafa 7 starfsmenn fengið vinnu á ár-
inu. Unnið er samkvæmt ítarlegri
endurhæfmgaráætlun. Við báðum
Berg Þorgeirsson, Maríu Þorsteins-
dóttur starfsráðgjafa og Margréti
Jónsdóttur félagsráðgjafa að rekja
fýrir okkur ferlið hjá manni sem kem-
VINNUSTOFA SJÁLFSBJARGAR
Dvergshöföa 27, 112 Reykjavík.
Sími: 689999.
Hhí
FRAMLEIÐUM EINNOTA
0 LOFTDREGNAR
PLASTUMÐÚÐIR
o DÓSIR MEÐ
SMELLTUM LOKUM
O HVERSKYNS OPIN ÍLÁT
EFNI, glært eöa litaö plast
MERKING, áprentun eða límmiðar
MÓTASMÍÐI SÉRHÖNNUN