Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 69
KRISTINN SIGTRYGGSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIARNARFLUGS: „LAUSNARORÐIÐ ER FASTVERÐLAGSSTEFNA" „Afkoman hjá Amarflugi árið 1989 var slæm eins og hjá svo mörgum íslenskum fyrirtækjum," segir Kristinn Sigtryggs- son framkvæmdastjóri. „Það var einkum á fyrrihluta ársins sem tapið myndaðist enda gekk félagið þá í gegnum miklar eld- raunir eins og alþjóð veit. Síðari hluta árs tókst að ná betri tökum á rekstrinum og minnka tapið. Ennþá er þó á brattann að sækja.“ Um horfumar árið 1990 segir Kristinn að Amarflug búi við þau sérstöku skilyrði að vinna á markaði þar sem stjómvöld úthiuta kvóta. „Hlutur félagsins á mark- aðnum er, samkvæmt ákvörðun stjórn- valda, 11-12%. Afgangurinn er að mestu í höndum samkeppnisaðilans. Auk þess er samkeppnisaðilinn ríkisstyrktur, meðal annars í formi undanþága frá eldsneytis- skatti á aðalsamkeppnisleiðunum. Horf- umar í rekstri Amarflugs árið 1990 ráðast því að verulegu leyti af væntanlegum að- gerðum stjómvalda til þess að jafna sam- keppnisstöðu flugfélaganna." Kristinn segir að því miður séu engin teikn á lofti um vemlega uppsveiflu í ís- lensku þjóðfélagi á árinu 1990. „Við erum að kljást við mikinn og að mestu leyti heimatilbúinn vanda sem engin einföld lausn er til á. Góð byrjun væri skelegg stefna ríkisstjómarinnar til þess að vinna sig markvisst út úr vandræðunum. Lausn- arorðið er ekki fastgengisstefna heldur fastverðlagsstefna. Um þessar mundir em sjávarafurðir um 70-80% af útflutningi þjóðarinnar. Eftir fimm ár þarf þetta hlutfall að vera komið niður í 50-60% án þess að verðmæti sjáv- arfangsins rými.“ HÖRÐUR SIGURGESTSSON, F0RSTJÓRI EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS: „GERUM RÁÐ FYRIR 10% VERÐBÓLGU1990“ Að sögn Harðar Sigurgestssonar, for- stjóra Eimskipafélags íslands, var fyrri hluti ársins 1989 erfiður fyrir Eimskip. „Verulegt tap varð á rekstri félagsins, sérstaklega á fyrsta ársfjórðungi. Á síðari hluta ársins 1988 varð töluverður sam- dráttur í flutningum félagsins sem hélt áfram fram eftir árinu 1989. Strax í byrjun árs var hafist handa við ýmiss konar hag- ræðingu í rekstri til að mæta minnkandi tekjum. Gripið var til margháttaðra spam- aðaraðgerða, svo sem breytinga á sigl- ingakerfinu til að nýta betur og jafna að- stöðuna í Sundahöfn. Þar að auki hafa ekki verið ráðnir nýir starfsmenn í stað þeirra sem látið hafa af störfum hjá félaginu. Starfsmenn hjá Eimskip em nú um 80 færri en þeir voru að jafnaði árið 1988. Með þessum aðgerðum tókst að koma rekstrinum í jafnvægi síðari hluta ársins 1989. Þrátt fyrir mikla verðbólgu og miklar hækkanir á verði erlendra gjaldmiðla get- ur það vart talist einkenna árið 1989, þar sem slík vitleysa hefur viðgengist mörg undanfarin ár. Hvað flutningana snertir hefur samdráttur í ákveðnum vömflokk- um, sérstaklega varanlegum neysluvör- um, verið áberandi hér á landi.“ Hörður segir að Eimskip vinni um þess- ar mundir að gerð flárhagsáætlunar fyrir árið 1990. „Við gerð hennar er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði um 10% frá upphafi til loka ársins. Við reiknum því með að vemlega dragi úr verðbólgunni. Skilyrði fyrir minni verðbólgu er að okkar mati að nú um áramótin náist skyn- samlegir kjarasamningar. Gerist það ekki eigum við ekki annars úrkosta en að end- urreikna áætlun ársins 1990 og hækka prósentumar í gamla farið, þ.e. 20-25% verðbólgu, en það væri hins vegar af hinu illa að þurfa að grípa til slíkra aðgerða. Við reiknum með að enn frekari sam- dráttur verði í stykkjavöruinnflutningi á árinu 1990. Einnig er gert ráð fyrir að útflutningur verði svipaður á árinu 1990 og hann var árið 1989. Þetta er þó háð tölu- verðri óvissu vegna þeirrar óvissu sem ávallt ríkir í sambandi við öflun sjávar- fangs.“ Um væntanlega uppsveiflu á íslandi segir Hörður að þar sem atvinnulíf íslend- inga sé einhæft og byggi að miklu leyti á sjávarútvegi, sé uppsveifla í nánustu fram- tíð að einhverju leyti háð náttúrulögmál- um. „Hér er reiknað með að árið 1990 verði þungt ár og að bata sé í fyrsta lagi að vænta árið 1991. Vonandi byggist sá bati ekki eingöngu á kosningaloforðum. Nauð- synlegt er að ganga hraðar fram í því að skjóta fleiri og styrkari stoðum undir ís- lenskt atvinnulíf. Sú fjölhæfing, semverða þarf í atvinnnustarfseminni, hlýtur einkum 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.