Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 62
TÖLVUSKÓLAR SFÍ OG GJJ Tölvuskólar SFI og GJJ voru sameinað- ir um síðustu áramót og hefur samstarfið gengið vel. Mér telst til að í boði séu 45 mismunandi námskeið og þar af sex er- lend. Fjölmörg sémámskeið hafa verið haldin fyrir ýmis fyrirtæki s.s. starfsfólk Ríkisspítalanna og nemendur frá Banka- mannaskólanum. AUmörg ný námskeið voru tekin upp á síðustu önn og má t.d. nefna „Hönnun gagnasafna" og „Hönnun reiknilíkana" en á þeim var fyrst og fremst verið að kenna skipulögð vinnubrögð í sambandi við þessa þætti. Um slíkt nám hefur ekki verið að ræða fyrr nema hjá þeim sem stundað hafa langskólanám. Við höfum boðið upp á nokkur námskeið ffá breska fyrirtækinu LBMS undanfarin ár en þeir hafa þróað aðferð við kerfisgerð, sem kallast LSDM, og hefur fyrirtækið hlotið viðurkenningu fyrir kerfisgreiningu, kerfishönnun og lýsingu á tölvukerfum. FJÁRMÁLASKÓLIFJÖLSKYLDUNNAR Um miðjan nóvember sl. var stofnaður Fjármálaskóli flölskyldunnar í samvinnu við Fjárfestingarfélag íslands. Hlutverk skólans er að miðla einstaklingum og fjöl- skyldufólki upplýsingum um fjármál og fjármálastjómun með námskeiðahaldi er nýtast þeim í daglegu lífi. Við verðum með tíu vikna nám um ýmsa þætti varðandi fjármálastjómun heimilisins annars vegar og hins vegar verða tveggja kvölda nám- skeið um sérhæfð efni á sama sviði. Við verðum með bamagæslu á svæðinu þar sem námskeiðin eru ætluð hjónum jafnt sem einstaklingum. STJÓRNUNARNÁM Sérstakt stjómunamám er í boði fyrir núverandi og verðandi deildarstjóra, for- stöðumenn og aðra meðstjómendur hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Við útbúum sérsniðið kennsluefni en þá er miðað við að stjómendumir hafi ólíkan bakgrann, t.d. á sviði raunvísinda, félags- vísinda eða iðngreina. Þetta er 70 kennslustunda kjamanám og er gert ráð fyrir að þátttakendur sæki tíma tvisvar í viku en um er að ræða tíu vikna nám. í þessu sambandi höfum við fengið ýmsa góða gestafyrirlesara eins og t.d. Gunnar Hansson, forstjóra IBM og Jón Sigurðs- son, forstjóra Jámblendisins svo einhverj- ir séu nefndir. Að loknu námi fá menn skjal þar sem þátttaka þeirra á neimskeiðinu er staðfest en ekki er gert ráð fyrir að menn taki próf. SFÍ stendur einnig fyrir ýmsum stutt- um námskeiðum, eins til þriggja daga löngum. Mig langar að nefna vinsælasta námskeiðið sem SFÍ hefur staðið fyrir en það er sk. „Time Manager" námskeið. Þúsundir manna hafa sótt þetta námskeið sem er átján kennslustunda nám en kennt er á tveimur dögum. „Time Manager" námskeiðið er ætlað öllum sem vilja ná betri tökum á tíma sínum og afköstum. Eitt af mörgum spennandi verkefnum, sem verið er að vinna að hér, er að komast í samband við erlendar stofnanir og fyrir- tæki og fá þau til að halda ýmis námskeið hér á landi. Það má t.d. nefna námskeið í fjármálastjómun, námskeið sem tengjast sölu- og markaðsmálum og ýmis þjónustu- námskeið. Auk þessa erum við að byggja upp upplýsingabanka svo menn hér á landi geti komist á fyrirlestra erlendis en þá er miðað við að viðkomandi aðili sé staddur erlendis á tiiteknum tíma og miði fyrir- lestrana við þann tíma sem hann er stadd- urþar.“ Að sögn Arna fara flest öll námskeiðin fram í húsi SFÍ að Ánanaustum en einnig er reynt að fara með ýmis námskeið út á land. „Við höfum stöðugt verið að auka þjónustuna við landsbyggðarfólkið og munum halda því áfram.“ KOMIÐ A TÖLVUNÁMSKEIÐ Á vegum Verzlunarskóla íslands og Tölvuhá- skóla V.í. verða haldin margvísleg námskeið á vorönn 1989-1990. Um er að ræða allt frá byrj- endanámskeiðum yfir í námskeið fyrir lengra komna, forritara og kerfisfræðinga. Námskeiðin má sníða að þörfum einstakra fyrir- tækja og hópa. Aðstaða til námskeiðahalds er mjög góð í hinum nýju húsakynnum V.I. og Tölvuháskólans að Of- anleiti 1, en skólinn er betur búinn IBM tölvum en nokkur annar skóli hérlendis. Allmörg stéttarfélög styrkja félaga sína til þátt- töku á námskeiðum Verzlunarskólans. Innritun og frekari upplýsingar fást í síma 91-688400. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS L _ 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.