Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 43
um að fá til baka eitthvað af þeim eina og hálfa milljarði sem þeir hafa lánað til loðdýraræktar, að mestu eftir að verð á skinnum hrundi á heimsmar- kaði? Eða er treyst á að Stóri bróðir komi til hjálpar og yfirtaki skuldirnar? Flestir eru sammála um að hér á landi geri lánastofnanir allt of litlar kröfur um arðsemi og veð áður en verkefni eru studd með lánafyrir- greiðslu. í erfiðu efnahagsástandi, eins og nú hefur ríkt um skeið, láta afleiðingamar ekki á sér standa. Það ár, sem nú er á enda, virðist ætla að komast á spjöld sögunnar sem ár hinna miklu gjaldþrota en ekki síður Ár hinna ógreiddu skulda. Liggur fyrir að einungis á höfuðborgarsvæð- inu nemi skuldir gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga um 10 milljörðum króna á þessu ári og að langstærstur hluti þessarar upphæðar tapist vegna þess að litlar eignir eru fyrir hendi. Spyrja má hvort ekki sé vonlaust að ætla sér að efla og styrkja velferð- arkerfið á íslandi þegar svona er í pottinn búið? Er mögulegt að ná settu marki í þeim efnum þegar tugir millj- arða króna af þjóðartekjunum tapast vegna þess meðal annars að stjórn- endur fyrirtækja í landinu voru ekki vanda sínum vaxnir? AÐSPÁAF RAUNSÆI Það kann að vera tímanna tákn og til merkis um ríka forlagatrú okkar íslendinga að á síðustu spástefnu Stjórnunarfélags íslands var stjörnu- spekingur meðal fyrirlesara. Það skal og tekið fram að fátt bendir til að hans spádómar um næsta ár þurfi að vera brotgjarnari en sumra hagfræðinga, sem hingað til hafa skyggnt sínar kristalskúlur. Gerð raunsannrar fjárhags- og rekstraráætlunar snýst ekki um spá- dóma. Hún getur heldur ekki byggst á pólitískri óskhyggju eins og m.a. kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar á fyrrnefndri spástefnu þegar hann boðaði þá trú sína að verðbólga í land- inu yrði 5-8% á næsta ári. Ekki alls fyrir löngu kom fram í frægri könnun að íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi. Má um leið gera sér í hugarlund að hún hljóti einnig að vera sú bjartsýnasta því trauðla myndi sæmilega raunsönn þjóð brosa framan í heiminn ef hún gerði sér grein fyrir öllu því sem af- laga hefur farið í efnahagsmálum. Vera kann að íslenskir stjórnendur láti fremur örlagatrú og bjartsýni ráða gerðum sínum en köldu mati á stað- reyndum. í því ljósi hljóta menn að meta hin gríðarlegu áætlunarmistök, sem átt hafa sér stað á síðustu árum, og fátt bendir til að menn hugsi sér að vitkast í þeim efnum. Kjörorð okkar íslendinga þegar við stöndum frammi fyrir offjárfestingu af einhveiju tagi eru: Þetta bjargast! Því miður eiga þessi kjörorð ekki lengur við, hafí þau einhvern tíma gert það. Þeir, sem styðjast enn við þessa við- miðun og spenna boga sinn langt um- fram skynsamleg mörk, stefna ein- faldlega í þá hringiðu gjaldþrota og áætlunarmistaka, sem því miður er orðin eitt af einkennum íslensks efna- hagslífs. Alls staðar reynist óhófleg bjartsýni íslendingsins dýrkeypt. Sjávarútvegsráðherra gerir sér vonir um að verðbólgan fari í eins stafa tölu árið 1990. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.