Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.12.1989, Blaðsíða 41
Á þeim áratug sem liðinn er frá því loðdýrarækt var á ný endurvakin hér á landi hefur draumurinn um stórfelldan hagsbót fyrir íslenska bændur breyst í martröð. LAXAR OG LOÐDÝR Einhæfni íslensks atvinnulífs hefur löngum verið mönnum þymir í augum og þess vegna er stöðugt reynt að renna nýjum stoðum undir þjóðarbú- skapinn - oft fremur af kappi en forsjá. Dæmi um þetta eru mislukkuð áform manna um að koma á fót stórfelldu fiskeldi hér á landi og ekki má gleyma loðdýraævintýrinu, sem fyrir örfáum árum átti að leysa vanda íslenskra bænda í eitt skipti fyrir öll. Við hönnun fiskeldisstöðvarinnar íslandslax var ákveðið að ráðast í gíf- urlegar fjárfestingar á skömmum tíma og taka mikla áhættu með því að fara aðrar leiðir við uppbygginguna en áður þekktust. Menn hafa talað um að farin hafi verið „íslensk leið“ og hún hefur nú leitt til gjaldþrots þessa fyrir- tækis sem átti að verða það stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Samband íslenskra samvinnufélaga mun tapa á þriðja hundrað milljónum króna vegna gjaldþrots íslandslax hf. í viðtali við DV í síðasta mánuði sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri m.a: „Þegar áætlanir voru gerðar voru þær byggðar á of mikilli bjartsýni eða voru óraunhæfar. Hönnunarkostnað- ur og byggingarkostnaður reyndust vera verulega mikið hærri en gert var ráð fyrir. Ég býst við að það hafi tekið lengri tíma en ætlað var þar til fyrir- tækið tók að skila tekjum. Fjár- magnskostnaður hefur reynst miklu meiri en gert var ráð fyrir. Verðfall hefur orðið mjög mikið á laxafurðum frá þeim tíma sem menn fóru fyrst að spá í þetta. Þá held ég að menn hafi gert of lítið úr þeirri hættu sem var yfirvofandi vegna áætlana annarra þjóða um að auka framleiðslu sína. Menn voru barnalega bjartsýnir á að þessi markaður myndi ekki yfirfyll- ast.“ Svo mörg voru þau orð. En ætli það hefði verið hægt að gera öllu fleiri mistök við stofnun og uppbyggingu þessa fyrirtækis? Aætlanir voru óraunhæfar varðandi kostnað við byggingu stöðvarinnar, of langur tími leið þar til tekjur fóru að skila sér, fjármagnskostnaður varð því hærri en reiknað var með og verðfall varð á erlendum mörkuðum, m.a. vegna þess að menn neituðu að horfast í augu við þá staðreynd að gífurlegt magn þessarar neysluvöru var að hellast inn á heimsmarkaðinn. Það eina, sem vantaði í áætlun þessa fyrirtækis, var að það skyldi tekið til gjaldþrotaskipta á haustmánuðum ársins 1989. Sömu sögu er að segja úr tugum fiskeldisfyrirtækja um land allt. Alls staðar reynist óhófleg bjartsýni ís- lendingsins dýrkeypt og alls staðar neita menn að horfast í augu við vax- andi samkeppni á viðkvæmum neysluvörumarkaði. Þegar svo við bætist óáran eins og sjúkdómar í fisk- inum eða bilanir í tækjum er ekki að sökum að spyrja. í sjálfu sér þóttust menn vita að einhverjir byrjunar- örðugleikar kynnu að koma upp enda alkunna að það tók t.d. Norðmenn meira en áratug að ná upp hagnaði í sínu fiskeldi. En hér á landi ætluðu allir að græða á skömmum tíma og ráðist var í umfangsmikinn atvinnu- rekstur á sviði þar sem verkþekking var lítil. A þeim áratug, sem liðinn er frá því loðdýrarækt var á ný endurvakin hér á landi, hefur draumurinn um stór- fellda hagsbót fyrir íslenska bændur breyst í martröð. Nú er svo komið að þessi nýja búgrein, sem samtök bænda og opinberir ráðgjafar hvöttu mjög til að ráðist yrði í, hefur leitt til KASO peningaskápar -rammgerð vörn KASO peningaskáparnireru bæði þjófheldir og eldtraustir. Brynjaðu þig gegn skakkaföllum! 7 lKJARAN Síöumúla 14,108 Rvk„ sími:(91)83022. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.