Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 12

Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 12
FRETTIR „ÍSLENSKT" BAKARÍ í BOSTON Ágúst Gunnarsson, 29 ára bakari sem starfaði lengi hjá Bakarameistar- anum í Suðurveri, opnar um miðjan desember nýtt og glæsilegt bakarí í Boston í Bandaríkjunum. Ágúst hefur starfað hjá stórbakaríi í Washing- ton, Bakers Place, frá miðju síðasta ári. Hann hefur bryddað upp á brauði og kökum, sem eiga ættir sínar að rekja til Islands, og slegið hafa í gegn vestanhafs. Ágústi bauðst fyrst árið 1990 að fara út til Banda- ríkjanna og líta á aðstæð- ur hjá Bakers Place. Hon- um leist ekki nægilega vel á sig. Um miðjan maí í fyrra, árið 1992, fór hann hins vegar út aftur — og þá til starfa. í millitíðinni hafði starfsemin breyst verulega. Áður var Bak- ers Place fyrst og fremst stórt heildsölubakarí en árið 1992 opnaði bakaríið einnig margar búðir. Ástæða þess að Ágúst fór út má rekja til þess að einn af þáverandi eigend- Ágúst Gunnarsson, 29 ára bakari, opnar „íslenskt bakarí“ Boston um miðjan desember. um Bakers Place er giftur íslenskri konu og það var hún sem bryddaði upp á því að hann kæmi vestur um haf til starfa. „Mitt hlutverk var að koma með evrópska línu í brauð- og kökugerð hjá fyrirtækinu. Hún byggist á grófari og hollari brauð- um, en tíðkast almennt í Bandaríkjunum, og sam- lagast vel auknum vin- sældum heilsufæðis vest- anhafs á síðustu árum. Evrópsk bakarí baka brauðin samdægurs fyrir neytendur og eru brauðin því ferskari fyrir vikið.“ Auk þess að koma með úrval af grófum brauðum ákvað Ágúst að bjóða einnig upp á íslensk vín- arbrauð, en þau þekkja Bandaríkjamenn ekki, svo og ömmu-snúða; kan- elsnúða. Hvort tveggja hefur mælst vel fyrir. Sal- an á kanelsnúðunum er komin yfir 1 milljón doll- ara eða um 70 milljónir íslenskra króna. Bakaríið, sem Ágúst opnar í Boston, á hann með tveimur Bandaríkja- mönnum, þeim Matthew Carberry, sem var mark- aðsstjóri hjá Baker Place, og TimTurner sem er viðskiptafræðingur. Ekki er komið nafn á fyrirtækið en það opnar í 400 fermetra húsnæði. Að sjálfsögðu verður íslenska og evrópska lín- an höfð í fyrirrúmi í bakstrinum enda gefst hún vel. Bakaríið og búð- in verða í einum stórum sal þannig að viðskipta- vinurinn sér bakarana að störfum um leið og hann kaupir brauðið og kök- urnar. Ilmurinn, fersk- leikinn, brauð og kökur á brettum blasir þannig við kúnnanum. Svona vilja Bandaríkjamenn hafa bakaríin. Þess má geta að Ágúst er sonur Gunnars Fel- ixsonar, forstjóra Trygg- ingamiðstöðvarinnar. Jólavöruna í Tollvörugeymslu! INNFLYTJENDUR FRESTIÐ GREIÐSLU Á VSK. 0G AÐFLUTNINGSGJÖLDUM. Vivd Frísvæði - Vörudreifingarmiðstöð Free Zone - Distribution Center „Við lifum ekki á tollum einum saman, heldur alhliða þjónustu við innflytjendur.“ Leitið frekari upplýsinga í síma 813411 m 12

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.