Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 22

Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 22
STJÓRNENDUR í KÖNNUN GALLUP TEUA HAGNAÐ EKKI - A ARANGUR FORSTJORAISTARFI - HELDUR STARFSANDA, SÖLUAUKNINGU OG FLEIRA Þótt mikill meirihluti stjórn- enda í íslenskum fyrirtækjum, sem spurðir voru í könnun Gall- up fyrir Frjálsa verslun, telji að skipta eigi um forstjóra reki hann fyrirtæki með tapi þrjú ár í röð, er í sömu könnun mikill meirihluti stjórnenda sem telur að hagnaður fyrirtækja sé EKKI besti mælikvarðinn á árangur forstjóra í starfi. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 24. september. Spurt var: „Telur þú að hagnaður fyrirtækja sé besti mælikvarðinn á árangur for- stjóra í starfi?“ Rúmlega 41% stjómenda, sem tóku afstöðu, voru sammála því að hagnaður væri besti mælikvarðinn á árangur forstjóra í starfi en tæplega 59% vom hins vegar ekki þeirrar skoðunar. Alls voru 420 stjómendur spurðir og tóku 383 afstöðu, eða 91,2%, en 37 stjórnendur, 8,8% tóku ekki af- stöðu. Af þeim, sem tóku afstöðu, sögðust 225 ekki telja hagnað besta mælikvarðann á árangur forstjóra en 158 töldu svo vera. EFEKKIHAGNAÐUR, HVAÐ ÞÁ? Þeir, sem töldu að hagnaður væri ekki besti mælikvarðinn, voru þá spurðir: „Hver telur þú að sé besti mælikvarðinn á árangur forstjóra í starfi?“ Flestir nefndu þá starfsanda og al- menn góð samskipti við starfsmenn, hagnað að hluta til en ásamt öðru, aukna sölu og markaðshlutdeild, stjórnunarlegan árangur innan fyrir- tækisins, góðan árangur miðað við ástandið almennt í þjóðfélaginu og ár- angur í samanburði við önnur fyrir- tæki í atvinnugreininni. Þá nefndu menn góða afkomu, lækkun rekstrar- kostnaðar, bætta ímynd fyrirtækis- ins, hagnað til langs tíma og ánægða viðskiptavini. Svör annarra dreifðust nokkuð og voru flokkuð undir liðunum „annað“ enda var þeim ekki komið fyrir annars TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON GRAFÍK: G. BEN. 22

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.