Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 25
gengni fyrirtækja heldur
starfsmennimir allir. Sá for-
stjóri er þá gæddur mestum
hæfileikum sem tekst að
virkja mannskapinn og
smita út frá sér þannig að
sterk liðsheild skapist innan
fyrirtækisins við að ná ár-
angri. Hins vegar hlýtur
málið að vandast ef stjórn-
endur eru ekki sammála um
það hver sé besti mæli-
kvarðinn á árangur.
Eitt er þó á hreinu. Eftir
því sem leiðir forstjórans til
að virkja starfsmenn til af-
reka eru ódýrari þeim mun
ánægðari verða almennir
hluthafar, eigendur fyrir-
tækisins. Þeir fá meiri
ávöxtun af hlutafé sínu og
forstjórinn hefur haft hags-
muni þeirra í huga.
FORSTJÓRISEM ÁLITINN
ER GÓÐUR STJÓRNANDI
ímyndum okkur forstjóra
sem álitinn er góður stjórn-
andi og hæfileikaríkur.
Hann ræður til sín marga
dýra aðstoðarmenn og
myndar sterka liðsheild
toppstjórnenda. Þeirráðatil
sín marga lykilmenn á háum
launum í undirdeildum fyrir-
tækisins. Farið er út í að
hafa aðstöðu á vinnustað
eins og hún gerist best.
Keyptir eru glæsilegir sum-
arbústaðir í samvinnu við
starfsmannafélögin til að
bæta enn frekar starfsand-
ann. Með öðrum orðum; lit-
ið er á vinnustaðinn sem
annað heimili starfsmanna
og lagt er upp úr að starfs-
menn séu vinir sem leggist á
eitt við að standa sig.
Gefum okkur að gæði vörunnar og
þjónustunnar séu mikil, vegna þess
að það eru góðir og klárir starfsmenn
sem standa þar að baki, og fyrirtækið
auki sölu sína og nái mestri markaðs-
hlutdeild allra í greininni. Gefum okk-
ur líka að fyrirtækið skili hagnaði eftir
skatta og arðsemi eigin fjárins, hluta-
bréfanna, sé um 3% á ári — og að það
f3@k$mé eftir mtmmmwmmmmm
telja hagnað besta mælikvarðan
◄------► Nei %
Já %
Heildverslun
Smásala
Iðnaður
Útgerð
Þjónusta
Matvælaframl.
Fiskvinnsla
Hlutfall þeirra, sem töldu hagnaðinn besta mæli-
kvarðann, var hæst meðal stjórnenda heildverslana
en lægst meðal stjórnenda í fiskvinnslu.
sé sá rekstrargrunnur sem kominn sé
til að vera.
Nú má velta þeirri spurningu upp
hvort forstjórinn hafi ekki náð góðum
árangri í starfi. Sjálfum þykir honum
svo vera. Starfsmennirnir telja hann
frábæran enda er sérlega góður andi á
vinnustaðnum, starfsmenn eru yfír-
höfuð ánægðir ekki síst þar sem þeir
fá góð laun. Varla segði nokkur
áhugamaður um stjómun
annað en að þarna færi hinn
ágætasti forstjóri og að hann
hefði náð árangri.
GÓÐUR STJÓRNANDIEN
ÓÁNÆGÐIR HLUTHAFAR?
Þrátt fyrir þetta gæti það
gerst á hluthafafundi að fram
kæmu raddir á meðal hlut-
hafa um að þeir væm ekki
sáttir við að fá „bara“ 3%
arðsemi af hlutafé sínu. Þeir
segðu hugsanlega að for-
stjórinn hefði augljóslega
náð árangri við að byggja
upp sterkt og gott fyrirtæki
og aukið bæði sölu og tekjur
þess. Hins vegar væri leið-
in, sem forstjórinn valdi til
að auka tekjurnar, of dýr og
hagnaður gæti verið meiri.
Þeir væru því ekki ánægðir
með „bara“ 3% arðsemi af
hlutafé sínu enda litu þeir á
bréfin sem hreina fjárfest-
ingu og ekkert annað. Þeir
legðu því til að forstjórinn
næði sömu tekjum og áður
en með minni tilkostnaði, el-
legar litu þeir í kringum sig
eftir öðrum hlutabréfum
sem gæfu betri ávöxtun.
Jafnvel keyptu þeir rílds-
skuldabréf sem væru jú ör-
ugg og gæfu ívið meiri
ávöxtun. Þeir væru ekki
nægilega sáttir við árangur
hans og ef hann stæði sig
ekki betur á næsta ári
myndu þeir bera upp tillögu
um að skipt yrði um for-
stjóra.
Þetta dæmi okkar sýnir
vel að sínum augum lítur
hver á silfrið þegar árangur
forstjóra í starfi er metinn;
eigendur, viðskiptavinirnir, starfs-
mennirnir og forstjórinn sjálfur. Þess
vegna er stjómun sem fag skemmti-
legt viðfangsefni og vangaveltumar
margar.
STJÓRNUN FYRIRTÆKJAOG
ÞJÁLFUN KNATTSPYRNULIÐS
Stundum hafa áhugamenn um
25