Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 33
BÆKUR
BOK SEM A EFTIR AÐ VEKJA
FJÖRUGAR UMRÆÐUR
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, lektor við
félagsvísindadeild Háskóla
íslands, skrifar hér um bókina
Frá handafli til hugvits eftir
Þorkel Sigurlaugsson.
Hin nýja bók Þorkels Sigur-
laugssonar, Frá handafli til hug-
vits, er full af fróðleik og heil-
brigðri skynsemi. Hún ber vitni
skýrri hugsun og mikilli þekk-
ingu og á vafalaust eftir að vekja
fjörugar umræður, einkum með
forstjórum og framkvæmda-
stjórum fyrirtækja enda virðist
hún einkum ætluð þeim. Þorkell
skrifar ekkert stofnanamál og
hann kann að krydda frásögnina
góðum dæmum og sögum. Þá
eru viðaukar eftir dr. Óttar
Guðmundsson lækni um streitu
og Vilhjálm Bjarnason við-
skiptafræðing um viðbrögð
stjórnenda við mistökum og at-
vinnumissi athyglisverðir.
MESTA AUÐLINDIN ER
í MANNINUM SJÁLFUM
Meginboðskapur Þorkels er að ís-
lendingar hafi einbknt á þær náttúru-
auðlindir sem komu helst að notum á
meðan við rerum til fiskjar og rækt-
uðum landið. Mesta auðlindin er hins
vegar í manninum sjálfum, segir
Þorkell, hugvitihans ogþekkingu. Nú
er runninn upp tími þekkingarþjóðfé-
lagsins þar sem aðgangur að upplýs-
ingum og rétt hagnýting þeirra og
markviss stjórnun fyrirtækja ráða úr-
slitum um gengi þjóða. Hvort sem
Islendingum líkar betur eða verr,
segir Þorkell, er hagkerfi þeirra að
tengjast hinu alþjóðlega hagkerfi; þeir
geta ekki hlaðið háa múra í kringum
sig til þess að vemda óhagkvæm
fyrirtæki, heldur verða þeir að taka
upp ný vinnubrögð, „nútímavæðast".
Það felur ekki aðeins í sér einkavæð-
ingu, heldur líka hagræðingu og end-
urskipulagningu ríkisstofnana og
verndaðra fyrirtækja, skýrari mark-
mið þeirra og betri tengsl við þjón-
ustuhlutverk sitt.
ÍSLENDINGAR VANMETIÐ ÞÁ
AUÐSKÖPUN SEM FELST í STJÓRNUN
OG SKIPULAGNINGU
Umbótasinnar á íslandi hljóta að
vera sammála Þorkeli Sigurlaugssyni
um meginstefnu. Hann hittir naglann
á höfuðið þegar hann segir að íslend-
ingar hafi vanmetið þá arðsköpun sem
felst í vel reknum fyrirtækjum, í
stjórnun, skipulagningu og tengslum
fremur en striti hörðum höndum.
Veður ræður akri, en vit syni, segir í
Hávamálum. Við komumst ekki jafn-
fætis öðrum þjóðum með handafli,
heldur hugviti. En þar sem þetta á
ekki að vera endursögn bókarinnar,
heldur greining hennar og gagnrýni,
skal ég nefna eitt eða tvö atriði þar
sem ég hefði nálgast viðfangsefnið úr
annarri átt en Þorkell gerir.
EKKISAMMÁLA ÞORKELIUM
„HLUTAFÉLAGIÐ ÍSLAND“
Þorkell virðist ekki alltaf gera
strangan greinarmun á heilu þjóðfé-
lagi annars vegar og einstökum fyrir-
tækjum hins vegar. Stundum er engu
líkara en hann sé að tala um „hlutafé-
lagið ísland“ sem þurfi að vera betur
rekið en það sé nú. Betri stjómun sé
allra meina bót. En þjóðfélag er ekki
eins ogfyrirtæki; reglurþess, skráð-
ar og óskráðar, eru annars eðlis en
þær reglur sem fyrirtæki starfar eft-
ir. Leikreglur þjóðfélagsins eiga ekki
að miða að einhverju sérstöku mark-
miði, hvort sem það er aukinn hag-
vöxtur, varðveisla þjóðernis eða eitt-
hvað annað, heldur að eðlilegri og
árekstralausri samræmingu hinna
ólíku markmiða sem ótal fyrirtæki og
heimili innan þjóðfélagsins keppa að.
Öðru máli gegnir um fyrirtækið eða
stofnunina. Slíkir aðilar hafa oftast (og
eiga alltaf að hafa) skýr og afmörkuð
markmið; úrlausnarefni stjórnenda
33