Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 52
VEITING AREKSTU R
JÓLA
HLAÐ
BORÐ
Nú fer aðventan í hönd með
ýmiss konar tilbreytingu og há-
tíðarhöldum. Frá alda öðli hafa
menn gert sér dagamun í mat og
drykk í skammdeginu og undan-
farin ár hafa jólahlaðborð veit-
ingahúsanna notið sívaxandi
vinsælda.
Flest veitingahús í Reykjavík bjóða
gimileg hlaðborð með ýmsum jóla-
kræsingum í desember og þangað fer
fólk, í minni og stærri hópum, í hádegi
eða að kvöldi. í fyrirtækjum er al-
gengt að starfsfólk taki sig saman og
fari út að borða mat af jólahlaðborði.
Það eykur á hátíðarstemningu að-
ventunnar og hefur góð áhrif á sam-
heldni á vinnustöðum. Sums staðar
hafa slíkar ferðir komið í staðinn fyrir
aðrar uppákomur í fyrirtækjunum,
t.d. litlu jólin eða drykkju jólaglöggs,
sem hélt innreið sína eins og faraldur
fyrir nokkrum árum. Jólahlaðborðin
eru því kærkominn valkostur og lífga
upp á skammdegið í desember.
Góður starfsandi er aðalsmerki
hvers fyrirtækis en hann byggist á
mörgum þáttum, t.d. samverustund-
um utan vinnu þar sem starfsmenn
gera sér glaðan dag. í flestum fyrir-
tækjum hafa fastar venjur myndast
um slíkt samkomuhald, t.d. árshátíð-
ir, haustfagnaði og sumarferðalög. A
tímabili var vinsælt að koma saman í
fyrirtækjum í desember og drekka
jólaglögg en sá siður er nú á undan-
haldi, enda fóru veislurnar stundum
úr böndunum vegna þess að jólglögg
er ekki drykkur sem hægt er að
Nokkur veitingahús sameinuðust
um að ná í Beaujolais Nouveau með
flugvél til Frakklands.
í fyrirtækjum er algengt að starfs-
fólk taki sig saman og fari út að
borða af jólahiaðborði.
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
52