Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 31

Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 31
réttar ákvarðanir á mikilvægum stundum. Fyrirtækinu er vel stjórn- að. Framleiðsla á prenturum hefur einnig verið fyrirtækinu mjög mikil- væg og reynst gott akkeri þegar ekki hefur kannski gengið alveg eins vel á öðrum sviðum. Leiser-prentarar, einir og sér, skila okkur nú um 6 millj- örðum dollara árlega. Fyrirtækið ræður 35% markaðarins í heiminum í sölu prentara. Velgengni fyrirtækis- ins má því rekja til samblands nokk- urra þátta, góðrar framtíðarsýnar, réttra ákvarðana, góðs skipulags og góðs starfsfólks,“ segir Sozonoff að- spurður um ástæður velgengni fyrir- tækisins. Annars er framleiðslulína Hewlett-Packard mjög fjölbreytt og fyrirtækið framleiðir mjög margar vörur. HP framleiðir til dæmis mikið af tækjum og tólum fyrir spítala. Tölvumarkaðurinn er þó traustasti markaðurinn að sögn Sozonoffs. „Starfsmannastjórn okkar er mjög opin. Við rekum svokallaða „open door“ stefnu. Við erum ekki með gamaldags kerfi þar sem starfsmenn hugsa um það eitt að þóknast yfir- mönnum sínum. Hver sem er getur komið á skrifstofu mína og kvartað yfir einhverju eða látið skoðanir sínar í ljós. Dyr yfirmannanna eru ævinlega opnar fyrir starfsmennina. Við könn- um reglulega hug starfsmannanna, hvemig þeim líki að vinna fyrir fyrir- tækið, hverju megi breyta og hvað megi gera betur. Við tökum þessar kannanir alvarlega. Minn stjómunar- stíll er mjög opinn. Ég gef starfs- mönnum mínum mikið frelsi en ég geri að sama skapi miklar kröfur. Ég vil að sett séu mjög nákvæm markmið og þeim náð. Starfsmenn fá hins veg- ar mikið frelsi til að ákvarða hvernig þessum markmiðum er náð. Ég lít á niðurstöðurnar frekar en smáatriðin. Ég tel mig vera framkvæmdastjóra fólksins," segir Sozonoff. TÖLVUBÚNAÐUR FYRIR HEIMIUN NÆSTA SKREF Sozonoff segir að í upphafi hafi Hewlett-Packard lagt höfuðáherslu á að framleiða vörur fyrir verkfræðinga og aðrar sérfræðistéttir. Fyrirtækið var stofnað árið 1939 af þeim Bill Hewlett og Dave Packard en þeir eru enn á lffi. Á sjötta áratugnum var áhersla lögð á að framleiða tölvubún- að og tengdar vörur fyrir fyrirtæki á almennari markaði og þá jókst salan mikið. „Næsta skref í þróuninni verður aukin áhersla á að framleiða tölvubún- að fyrir heimilin. Það þýðir ekki að við hættum að framleiða tölvuvörur fyrir fyrirtæki og sérfræðinga, enda verð- ur það áfram mikilvægasti markaður- inn, heldur verða heimilin vaxtar- broddurinn í framtíðinni," segir Alex Sozonoff. Sozonoff segir að það séu margir stórir markaðir að opnast í heiminum um þessar mundir og minnist sér- staklega á Asíu og Suður-Ameríku í því sambandi. Mörg stór lönd séu að opna hagkerfi sín og breyta viðskipta- háttum og eitt það fyrsta sem þau þurfi séu auðvitað upplýsingar. Því sé vaxandi eftirspurn eftir vörum Hewlett-Packard víða um heiminn. „Staða okkar er að verða sterk í löndum eins og Mexíkó, Brasilíu, Ar- gentínu og víðar í Suður-Ameríku. Kína er risamarkaður sem er að opn- ast fyrir okkur og þar höfum við þegar hafist handa. Ég er nýkominn frá Kína og það er ljóst að þar eru miklir mögu- leikar og við höfum ákveðið og leggja mikla áherslu á þann markað,“ segir Sozonoff. Hann segir að Austur-Evr- ópa og Rússland séu líka markaðir sem ekki megi gleyma. ÁNÆGÐUR MEÐ HEWLETT-PACKARD Á ÍSLANDI Sozonoff segist vera mjög ánægð- ur með starf Hewlett-Packard á ís- landi. Markaðshlutdeildin sé góð og starfsfólkið mjög hæft. ísland sé mjög áhugavert markaðssvæði. Markað- urinn sé að sönnu smár en hann virki miklu stærri, notendur séu mjög vel að sér og fylgist vel með helstu nýj- ungum í tölvuheiminum. íslendingar séu mjög meðvitaðir um hvað sé efst á baugi hverju sinni. Alex Sozonoff, aðstoðarforstjóri Hewlett-Packard, og Frosti Bergsson, for- stjóri Opinna kerfa, áður HP á íslandi, ræðast við á 10 ára afmæli HP á ís- landi á dögunum. ITÖLVUVÆÐING HEIMILA HELSTI VAXTARBRODDURINN Næstu skrefin í þróuninni verða stóraukin áhersla á að framieiða tölvur og tölvubúnað fyrir heimili. Þar liggur vaxtarbroddur framtíðarinnar. Það þýðir samt ekki að við drögum úr sölu á tölvum til fyrirtækja og sérfræðinga, mikilvægasta markaðs okkar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.