Frjáls verslun - 01.04.1995, Page 95
en undanfarin ár hafa keramikhellu-
borð verið vinsæl. Stöðug þróun hef-
ur átt sér stað í framleiðslu þeirra og
er hún einkum í þá átt að gera hellum-
ar hraðvirkari og spameytnari.
Kostir keramikhelluborða eru þeir
að þægilegra er að halda þeim hrein-
um en gömlu hellunum og einnig hef-
ur stílhreint útlit þeirra áhrif á vin-
sældirnar. Algengt er að tvær hrað-
suðuhellur séu í helluborðum og
einnig er hægt að fá halógenhitun í
eina eða fleiri hellur. Þær hafa þann
kost að full afköst nást strax eftir að
kveikt hefur verið á hellunni og hitinn
dreifist sérlega vel um allan snertiflöt
pottsins. Þær eru einnig fljótar að
bregðast við þegar minnkað er eða
slökkt á hellunum og líkjast að því
leyti gasi, sem einnig á vaxandi vin-
sældum að fagna.
RAFEINDASTÝRÐ
UPPSUÐA OG SPANSUÐA
Rafeindastýrð uppsuða er nýjung
og virkar þannig að hellan vinnur fyrst
á fullum afköstum á meðan suða er að
koma upp og skiptir síðan sjálfvirkt á
framhaldssuðu. Þetta sparar rafmagn
og ekki þarf stöðugt að fylgjast með
suðunni og lækka hitann. Við sum
helluborð er hægt að fá hitaplötu til
hliðar við helluborðið til þess að halda
mat heitum.
Spansuðuhella er nýjung sem hefur
verið að koma á markað hér á landi.
Kostir hennar eru mun minni raf-
magnsnotkun, nákvæm hitastilling og
fljótvirkari suða en á öðrum hellum.
Spanhiti myndast vegna áhrifa segul-
magns pottsins og hellan hitnar því
ekki nema pottur eða panna með seg-
ulsviði sé sett á hana. Þá hitnar bara
sá hluti hellunnar sem potturinn er á
og leggja má hönd á hinn hlutann án
þess að brenna sig. Þó að dagblað
liggi á hellu og kveikt sé á henni, hitn-
ar það ekki. Þægindin felast einnig í
því að þó að sjóði upp úr potti brennur
það ekki því hitinn er aðeins undir
pottinum.
Hitastýring á spansuðuhellum er
mjög nákvæm þar sem hitinn minnkar
um leið og hann er lækkaður. Á tíma-
klukku í helluborðinu er hægt að stilla
tíma og slokknar þá á hellunni að hon-
um liðnum. Hellan slekkur einnig
sjálfvirkt á sér ef gleymist að slökkva
hitann. Það sama gerist ef tómur
pottur er skilinn eftir á hellunni.
Spansuðuhellur veita því mikið ör-
yggi, bæði gagnvart bömum og
gömlu fólki. Verðið er hins vegar um
helmingi hærra en á venjulegu hellu-
borði.
SPARNAÐAROFNAR
Blástursofnar hafa verið lengi á
markaði en í þeim er vifta sem blæs
Af nýjungum má nefna hraðhitun, ofninn er þá
35% fljótari að hitna en venjulega. Sjálvirk
steiking er einnig skemmtileg nýjung og
auðveldar steikingu á kjöti auk þess sem hún
minnkar þörf á þrifum á ofninum.
Sparnaðarofnar nefnist nýjung í eldunartækjum. Element er sett inn í
ofninn og hitar hann upp að 2/3 hlutum. Neðan við elementið er hægt að hita
upp diska eða halda mat heitum.
95