Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 8
Anddyri hótelsins oft gestamóttaka eru stórglæsileg. Hægt er að fara í nudd. ljós, gufubað og hvað eina. Jrtu að undirbúa ráðstefnu eða viðskiptafund? Ertu á leið til útlanda, einn eða í stórum hópi, og vilt kannski ekki keyra til Keflavíkur eldsnemma að morgni brottfarardags? Langar þig til að eyða ánægjulegri helgi á glæsilegu hóteli? Ef svo er þá er Hótel Keflavík einmitt staðurinn sem þú ert að leita að. Hótel Keflavík var opnað fyrir tíu árum en býður nú upp á 50 nýuppgerð og stórglæsileg herbergi, glæsilega mót- töku og þægilegan morgunverðarsal þar sem gestir geta auk þess fengið sér kaffi hvenær sem er sólarhringsins. Hótelið er í sjö kílómetra fjarlægð frá Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar og því tilvalið að gista þar aðfaranótt brottfarar- dags ætli menn til útlanda, að sögn Steinþórs Jónssonar hótelstjóra sem einnig er framkvæmdastjóri Ofnasmiðju Suðurnesja. Margir nota sér þetta, koma kvöldið fyrir brottför, hvíla sig eða leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir erfiðan fúnd á erlendri grund, fara í nudd, ljós eða heitan pott í heilsuræktinni á hótelinu og láta svo hótelið sjá um að aka sér í Flugstöðina morguninn eftir. Einkabíll- inn er geymdur á hótelinu á meðan gesturinn er erlendis og síðan er komið með hann þveginn, bónaðan og jafnvel viðgerðan, sé þess óskað, þegar eigandinn snýr ajftur til landsins. Steinþór Jónsson hótelstjóri var ekki nema 22 ára þegar hótelið tók til starfa fyrir tíu árum, en það var þá fyrsta hótelið í Keflavík. Á veggn- um bak við hann eru mynd- ir sem hann hefur málað sjálfur. HERBERGIN BÚIN FULLKOMNUM TÆKIUM - TENGING VIÐ INTERNETIÐ ahótelinu hafa gestir aðgang að tölvum, ljósritunar- vélum og öðrum skrifstofubúnaði, auk þess sem hótelið hefur fengið nýjan og fullkominn myndvarpa en með honum má varpa á tjald jafnt glærum sem fullfrá- gengnum skjölum. A hverju herbergi er mótaldstenging svo þeir, sem koma með eigin tölvur, geta til dæmis kom- ist í samband við Internetið og sent tölvupóst og hvað eina sem mótaldstenging býður upp á eftir þörfum. m eru 14 rása >rii, myndbands- 0 spólur. Gistiherbergin eru að sjálfsögðu búin öllum þeim tækj- um sem gesturinn getur óskað sér. Á hverju herbergi er stórt sjónvarpstæki, öryggisskápur, smábar og smágrill, huxnapressa, hárþurrka, 14 rása sjónvarpskerfi, fullkom- in hljómflutningstæki með hátölurum, meira að segja inni á baðherberginu, og myndsegulband. Þá má velja sér myndbandsspólu úr 200 spólna safni hótelsins svo ailir ættu að geta fundið afþreyingu við sitt hæfi. ■ Herbergin eru rúmgóð og glæsileg. í þeim eru öryggisskápur, smábar, smágrill, buxnapressa, hárþurrka og fullkomin hljómflutningstæki. mni. 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.