Frjáls verslun - 01.09.1996, Síða 9
TAKID EFTIR!
Eitt glæsilegasta HOTEL
landsms er í KEFLAVÍK
Paö heitir einfaldlega
HÓTEL
KEFLAVÍK
HERBERGIN BÚIN
FULLKOMNUIVI TÆKJUIVI
Á Hótel Keflavík er gistirými fyrir 114 manns í 50 her-
bergjum auk 7 ódýrari herbergja sem eru á Gistiheimili
hótelsins handan við götuna. Áður en langt um líður bæt-
ast tíu ný herbergi við hótelið í nýju húsnæði sem hótelið
hefur fest kaup á. Hótel Keflavík er vinsæll fundastaður. Sé
um ijölmennari fundi að ræða en þá, sem komast fyrir inn-
an veggja hótelsins sjálfs, eru þeir haldnir í samvinnu við
aðra aðila í Keflavík og nágrenni en skipulagðir af starfs-
mönnum hótelsins.
Steinþór Jónsson hótelstjóri segir að flugfélagið Canada
3000 noti Keflavíkurflugvöll sem heimavöll á leiðinni yfir
Atlantshafið og áhafnir
félagsins hafi fasta við-
komu á Hótel Keflavík,
enda hefur Steinþór um-
boðið fyrir Canada 3000
á íslandi og skipulagði 7
flug héðan til Kanada í
sumar. Nýlega veitti
Canada 3000 hótelinu
sérstaka viðurkenningu
vegna þess hve félagið er
ánægt með alla þjónustu
á Hótel Keflavík. Þá hafa
flugliðar SAS iðulega
gist á Hótel Keflavík og sömuleiðis flugliðar úr danska
flughernum þegar vélar hersins hafa hér viðkomu í tengsl-
um við eftirlitsflug sitt á Norður-Atlantshafi.
Hótel Keflavík er vinsæll staður fyrir fyrirtæki og hópa
sem vilja halda ráðstefnur, fundi eða árshátiðir í skemmti-
legu umhverfí. Hótelið hefur samvinnu við veitingastaðinn
Glóðina í Keflavík, ef halda á stórar veislur, en einnig eru
fengnir gestakokkar inn á hótelið til áð matreiða við
ákveðin tækifæri. Dagsdaglega er þó einungis boðið upp á
morgunverð á hótelinu en allan sólarhringinn hafa gestir
tækifæri til þess að fá sér sjálfír ókeypis hressingu, kaffi
eða súkkulaði, í morgunverðarsalnum eða í setustofum
hótelsins þar sem einnig er hægt að setjast niður með vin-
um og samstarfsmönnum, horfa á sjónvarp eða grípa í
spil.
HOTLL
KEFLAVIK
Vatnsnesvegi 12
230 Keflavík
Tel: 421 4377
Fax: 421 5590
HEILSUMIÐSTÖÐ
í heilsumiðstöðinni, sem er í kjallara Hótels Keflavíkur,
er boðið upp á nudd, heita potta, ljósaböð og gufubað og
líkamsrækt er á döfinni. A sumum herbergjum hótelsins
eru sérstök nuddbaðker og fullkomin fótanuddtæki sem
gestir kunna vel að meta ef þeir vilja ekki fara í nudd í
heilsumiðstöðinni.
Hótel Keflavík er í sambandi Regnbogahótelanna
svokölluðu. Steinþór segir að um 30% gesta hótelsins séu
íslendingar og um 25% séu fastagestir en fjöldi ráðstefnu
og fundagesta fari stöðugt vaxandi.
STÆRSTA HÓTELIÐ Á SVÆÐINU
IVIEÐ GÓÐA FU N DARAÐSTÖÐU.
FRÁBÆR HELGARTILBOÐ
9