Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 25
er
^óttir Margrétar
Marta og Helga Amadætur, sinna
rekstrinum með henni. Verslanirnar í
Reykjavík eru ijórar talsins, tvær
Vero Moda og tvær Jack&Jones, og
eru þær á Laugavegi og Kringlunni og
að auki ein Vero Moda verslun á Ak-
ureyri. Reksturinn hefur frá upphafi
gengið vel og segir Margrét að þær
hafi ætíð lagt áherslu á gæði og gott
verð.
„Einkunnarorð okkar eru „gæði
fyrir minna“ og teljum við okkur stöð-
ugt nálgast það markmið. í upphafi,
við opnun fyrstu Vero Moda verslun-
arinnar, vorum við alls ekki viðbúnar
að taka á móti öllu því fólki, sem vildi
eiga viðskipti við okkur, en þar sem
við höfum ætíð haft duglegt starfsfólk
þá kláruðum við dæmið,“ segir Mar-
grét.
efnið, þeir þurfi að vera með allan hugann við reksturinn.
Dætur hennar taka undir þessi orð og segja að margir við-
skiptavinir telji að Vero Moda og Jack&Jones hafi orðið til þess
að lækka fataverð á íslandi. Það sé mikið að gerast hjá BestSel-
ler, samkeppnin milli deilda sé hörð og vörumar batni stöðugt.
Það er ýmislegt í bígerð hjá BestSeller og umboðsaðilum
þeirra á íslandi. Innan tíðar stendur til að opna sérverslun,
ONLY, með fatnaði fyrir ungar, sportlegar stúlkur en það er
ítölsk deild BestSeller sem stendur fyrir þeirri framleiðslu.
Margrét, Marta og Helga telja að verð á tískufatnaði fari
lækkandi hér á landi og þær hafa ekki miklar áhyggjur af
utanlandsferðum landans. Þær segjast bjóða fatnaðinn á sama
verði eða á lægra verði en hjá Vero Moda á írlandi og á
Norðurlöndum meðal annars vegna þess að þær fái meira af
hagstæðum tilboðum en verslanir í þessum löndum.
„Þegar lítið er eftir hjá BestSeller fyrirtækinu af ákveðinni
vöru þá er heppilegra fyrir þá að senda vöruna á lítinn markað
sem er langt í burtu heldur en að mismuna verslunum sínum í
milljóna löndum," segja þær.
Þú nærð forskoti
þegar tæknin vinnur með þér
CS - PRO tæknin í Ijósritunarvélum er framtíðarlausn
fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi.
Mikil framleiðni
Sjálfvirk frumritamötun á
mesta, mögulega Ijósritunarhraða
Flokkunar- og heftibúnaður
sem vinnur hratt og örugglega
SKIPTA MILLISÍN VERKUM
Það er greinilegt að mæðgunum
gengur vel að starfa saman við rekst-
ur búðanna. Helga sér um Jack&Jon-
es og afgreiðsluna, Marta sér um
Vero Moda og heldur utan um inn-
flutning og útstillingar og Margrét sér
um „stóru málin“, eins og Marta orð-
ar það. Mæðgumar segja að gæðin og
úrvalið aukist stöðugt.
„Þetta hefur breyst mikið því að
við vorum fyrsta fatakeðjubúðin hér á
landi,“ segir Margrét og kveðst hafa
tekið eftir því að verð hafi lækkað í
mörgum verslunum eftir að þær
mæðgur opnuðu sína fyrstu búð.
Verðið hafi þó í mörgum tilfellum
hækkað aftur. Samkeppnin sé hörð
og haldi verslunareigendum vel við
SlÐUMÚLI 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 5813022
MINOLTA
CS-PfíO Ijósritunarvélar
Skrefi á undan inn í framtíöina
KJARAN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR
25