Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Síða 26

Frjáls verslun - 01.09.1996, Síða 26
FJARMAL AÐSKILNAÐARSTEFNA ER NAUÐSYNLEG Aldrei er brýnt nógu oft fyrir stjórnendum að aðskilja starf bókara og gjaldkera. Sá aðskilnaður er í raun besta eftirlitskerfi stjórnandans. Þannig kemur hann í veg fyrir að sami maðurinn „steli“ af bankareikningi fyrirtækisins og skrái „glæpinn síðan rétt“ í bókhaldið. □ riðjudagurinn 17. september sl. byrjaði með stóru spum- ingarmerki hjá mörgum for- stjórum og stjómendum fyrirtækja. Tvær stuttar fréttir í Morgunblaðinu um fjárdrátt voru ástæðan. Önnur fréttin var um gjaldkera í innflutnings- fyrirtæki sem grunaður var um að hafa dregið sér 30 milljónir króna frá árinu 1992. Hin var um fjárdrátt starfsmanns í öðru fyrirtæki upp á um 8,6 milljónir á sex ára tímabili, eða ámnum 1990 til 1995. Fréttirnar urðu auðvitað til vegna þess að á endanum komust svikin upp. En stóra spurningin er hvemig í ósköpunum sé hægt að stela 30 milljónum á fjórum árum í meðal- stóru fyrirtæki án þess að bókhaldsbjöllur séu löngu famar að klingja - eða að stjómendur upp- götvi að minna fé sé í kassanum? Það hlýtur að vera góð afkoma í fyrirtæki finnist enginn munur á því hvort þar sé milljónum meira eða minna inni á heftinu. Svona fréttir með morgunkaffinu ættu að fá FRETTA SKÝRING Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson stjórnendur til að svelgjast á. Þær ættu að vera þeim ærið tilefni til að halda vöku sinni gagnvart hugsanleg- um fjárdrætti í þeirra eigin fyrirtækj- um. En hvað er til ráða fyrir þá? Best Grunur um 30 milljónu fjárdrátt G.IALDKERI m ‘n^fvnerifkS-l ItekUReykiavlkhefurven umað| Ihafa dregfð sér 30 milljönir kröna frá tónu 1992- Kki8ins upi.-l að sök að hafa dregio gert tilraun til þess að . imeð því að rangfæra^ krónafjárdrátt.FretttMbl. hinn 17. september • Sakaður um 8,6 milljóna fjárdrátt SSíKfíA,HJa?^GLA Syórnemfúr fýrirtæWs' ^fna' uðu til lögiglunnar f yna gruns uT V BV°r starfsmanna hefði dretð sór Starí rannsókn lokif •jkStS’SSS,*??- 17• september. er auðvitað að hafa sýnilegt, öflugt eftirlitskerfi f fyrirtækjunum - kerfi sem heldur freistingum frá mönnum en ekki að þeim - þannig að jafnvel grandvarir og heiðvirðir starfsmenn falli ekki í freistni. ÞRENNT ERTILVARNAR Endurskoðendur eru á einu máli um að þrennt sé nauðsynlegt í fyrir- tækjum til að minnka líkur á fjár- drætti: 1) Að bókhald fyrirtækja sé færtmjögreglulega; daglega. Þaðmá alls ekki láta reikninga hrannast upp og taka síðan mikla bókhalds- rassfu mörgum mánuð- um síðar. 2) Að hafa alls ekki sama manninn í starfí bókara og gjald- kera. Þetta er grund- vallarregla sem aldrei má bregða út af, jafnvel þótt fyrirtækin séu smá í sniðum og fámenn. 3) Að stjómandi fari ævinlega yfir útprentanir bókhalds. Þetta hljómar kannski hlægilega. Staðreyndin er engu að síður sú að til eru stjómendur sem nenna ekki að lesa það talnaflóð sem þeir prenta út. Um leið slaka þeir á öllu eftirliti. Þriðjudagurinn 17. seþtember byrjaði með 30 MILUÓNA Hvernig getur gjaldkeri í meðalstóru fyrirtæki dregið sér 30 milljónir dnþess að 26

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.